Brennuvargar eiga ekki að taka að sér slökkvistörf...

Fyrir kosningarnar í maí 2003 var þetta helsta loforð Framsóknarflokksins, 90% íbúðalán. Bankarnir voru um þetta leiti að fikra sig inn á íbúðalánamarkaðinn. Þegar þetta kosningaloforð Framsóknar kom vöruðu bankarnir við. Bankarnir sögðu á þeim tíma þetta loforð íbúðalánasjóðs / ríkisins myndi setja þennan markað úr skorðum. Bankastjóri Kaupþings sagði í viðtali á þessum tíma að bankarnir ættu þess engan annan kost en bjóða það sama og íbúðalánasjóður / ríkið ætluðu þeir sér að vera á þessum markaði.

2012_01_24_EOS60D_4672Það er hins vegar rétt að eins og mál þróuðust varð Íbúðalánasjóður ekki valkostur fyrir almenna lántakendur því Íbúðalánasjóður valdi að gerast heildsölubanki. Heildsölubanki sem lánaði hinum bönkunum og öllum Sparisjóðunum landsins þannig að þessir aðilar sæju um að veita einstaklingum íbúðalán.

Bankarnir og sparisjóðirnir urðu á þessum árum smásöluaðilar fyrir íbúðalánasjóð. Með öðrum orðum, íbúðalánasjóður / ríkið var á bólakafi í þessu sukki og fjármagnaði öll herlegheitin.

Staða þeirra sem í dag eru illa staddir vegna íbúðakaupa má og verður á skrifa á brennuvargana, þá sem settu þessa bólu í gang með rugluðum kosningaloforðum í aðdraganda kosninganna 2003. Kosninga sem komu formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Ásgrímssyni, í forsætisráðherrastólinn í 2 ár á kjörtímabilinu 2003 til 2007. 

Húsnæðisbóluna og sukkið í tengslum við hana er alfarið Framsóknarflokksins og blindri valdagræðgi formanns Framsóknarflokksins á þeim tíma, formanni sem var til í hvað sem var og til í að lofa hverju sem var fyrir meiri völd.

Og nú koma framsóknarmenn með nýjan formann og ætla aftur að ná í sömu atkvæðin hjá sama fólkinu með því að blekkja þetta sama fólk til að trúa því að þeir geti látið lánin hverfa...


mbl.is Kosningabaráttan framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

En samt ótrúlegt að menn trúa hvað sem er og sama hvaða það kemur. Takk fyrir góðan pistil.

Úrsúla Jünemann, 3.4.2013 kl. 09:01

2 identicon

Halldór átti sér þann draum að Ísland yrði alþjóðleg fjármálamiðstöð, talaði fyrir hnattvæðingu og studdi Sjálfstæðisflokkinn dyggilega í frjálshyggjufloppi sínu. Halldór gerði Framsókn semsagt að meðreiðarsveinum frekar en þeir væru stefnumarkendur í frjálshyggjuförinni. Svona rétt eins og Samfylking í framhaldinu.   Svo sem engin afsökun í því fólgin. En fannst þér þá ekki slæmt að Samfylking skyldi taka að sér slökkvistarfið síðustu 4 árin?

Eitthvað er þetta málum blandið með 90% lánin þar sem á þeim var líka hámark þannig að þau gátu ekki spanað endalaust upp húsnæðisverð.

En ég skal játa að ég skil ekki alveg í þessum íbúðalánasjóði. Af hverju er ekki hægt að hafa hér eðlilegt bankakerfi sem lánar íbúðakaupendum ein og öðrum og gera þá kröfu að þeir leggi fram 1/3 sjálfir?   

Ef fólki er gert "of" auðvelt að kaupa húsnæði, hækkar það þá ekki bara um það sem aðstoðinni nemur, sama hvaða nafn menn velja á kerfið sem heldur utan um þetta?

Verðum við ekki á hinn bóginn að vona að Framsókn hafi eitthvað lært?   Ef Halldór dróg þá svona langt til hægri má þá ekki ætla að ástandið hafi eitthvað skánað við að hann er þó horfinn úr pólitíkinni?

Höfum við ekki líka lært það á síðastliðnum 4 árum að fallega uppsett prógröm virka ekki?  Ekki dugar fyrir Ísland að reyna að vera besti vinur aðal og gefa alltaf eftir hagsmuni Íslendinga sjálfra. Umsóknin um aðild er engin lausn á skamtímavanda (trúlega ekki langtímalausn heldur), þras um stjórnarskrá skilar litlu til þeirra sem bornir eru út eða eru að kikna undan lánabyrði,ægilegan gjaldmiðilsvanda þarf að leysa,strax.   Heilbrigðiskerfið er að hruni komið (mannauðshlutinn), sömuleiðis með löggærsluna.

Geturðu láð mönnum að vilja kjósa flokk sem a.m.k. segist vilja taka á þessu með beinum hætti?  Flokkur sem er kanski nógu prinsipplaus og tækifærissinnaður í grunninn til að gera það.  Er ekki bundinn í báða skó ismatrúarbragðanna til hægri eða vinstri. 

Nú er uppi neyðarástand, er þá ekki kominn tími til að handstýra þjóðarskútunni?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 09:59

4 Smámynd: K.H.S.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik Framsókn eftir að stjórn þeirra hélt velli eftir næstsíðustu kosningar og myndaði stjórn með erkióvininum að undirlagi Þorgerðar Katrínar og annarra laumusamverja innan flokksins. Þar fór sem fór Geir var fíflaður og síðar þakkað með ævarandi sakamannsneglingu á spjald sögunnar. Nú treystum við ekki Bjarna fyrir málum, eftir margan vingulinn og hrukkum einnig í kút, er Hanna Birna fór að vola utan í Samspillinguna með að Landsfundur hafi farið offari. Sannir Sjálfstæðismenn kjósa Framsókn nú, meðan þaðan er helst að vænta að stefnumálum flokksins sé fylgt.

Bjarni gerði í buxurnar í Stjórnlagaráðsmálinu á ógleimanlegan asna og aulahátt. Hann færði Jóhönnu pálmann í hendurnar með að hvetja til þáttöku í atkvæðagreiðslunni. Eyðilagí þar með mótmæli þeirra Sjálfstæðismanna og annarra sem  ákváðu að taka ekki þátt og kjósa ekki.

Taka ekki þátt í ólöglegu athæfi.

Þessi aðkoma Bjarna að þessu máli færði minnihluta er kaus í kosningunum  kórónuna. Þau sem mest fengu í sitt glundur þá, segja  þá sem ekki tóku þátt, tapsára aula. Þetta vopn færði Bjarni þeim og verður ævarandi blettur á hans ferli. Verði það mikið  lengra.

það má segja að Bjarni hafi verið helsti stuðningsmaður Jóhönnu stjórnarinnar með aulahætti og gróðaferli.

K.H.S., 3.4.2013 kl. 11:23

Smámynd: K.H.S.

Við færum okkur tímabundið yfir á Framsókn þar sem við treystum ekki forystunni í ESB málum. Bjarni og Illugi eru báðir ESB sinnar og Hanna Birna sem var eina vonin fór að draga í land með að loka ESB áróðurssetrinu. Það fyllti mælinn.

Bjarni klikkaði í Icesave og Stjórnlagaráðsruglinu.

Ný forusta fyrir þarnæstu kosningar og aldrei að vita nema við komim tilbaka. Samfylkingamerðirnir reyna að snúa þessu á haus og njóta til þess aðstoðar RUV DV og Kærujónssneplanna allra.

Það mætti benda Benedict flokksandremmu á að ef Davíð sneri til baka næði flokkurinn einn og sér meirihluta.

K.H.S., 3.4.2013 kl. 11:28

Smámynd: K.H.S.

Þessi maður er svo langt frá  Sjálfstæðisflokknum að líta má á hann sem innanmein, ef hann framkvæmir af fávísi, eða hefndarverkamann, ef gert er af hyggjuviti. Hann á ekkert sannmerkt með sönnum Sjálfstæðismönnum. Mesta lagi áhangandi og aulatrýni verstu mistaka í sögu flokksins. Þau svíða nú.

K.H.S., 3.4.2013 kl. 15:33

5 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Tek undir með K.H.S í einu og öllu!

Eggert Sigurbergsson, 3.4.2013 kl. 21:11

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú er treyst á það að menn muni ekki eftir því hvernig Framsókn hleypti íbúðalánamarkaðnum upp með samræmdu átaki einkavinavæðingu bankanna 2002, stóriðju- og virkjanaþenslu 2003 og loforðunum í kosningunum, sem margsinnis komu fram spár um, að myndu kollkeyra allt þegar bankar og fjármálastofnanir færu í kapphlaup í þessu umhverfi.

Enda vann Framsókn góðan sigur 2003 og Halldór Ásgrimsson uppskar forsætisráðherraembættið að launum 2005.

Eini flokkurinn í framboði 2003 sem ekki lét plata sig út í þetta lánaloforðakapphlaup sem átti eftir að fjórfalda skuldir heimilanna á næstu árum, var VG, enda fóru þeir illa út úr kosningunum.

Ómar Ragnarsson, 4.4.2013 kl. 00:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband