Stjórnvöld haldin Stokkhólmsheilkenninu?

"Hinn 23. ágúst árið 1973 réðst Jan Erik Olsson vopnaður inn í Kreditbankann við Norrmalmstorg í Stokkhólmi í þeim tilgangi  að ræna bankann.

Lögreglan var kölluð á staðinn, tveir lögreglumanna komust inn í bankann. Jan skaut á þá báða, annar særðist, hinum skipaði hann að setjast niður og syngja lagið Lonesome Cowboy.

Síðan tók Janne fjóra gísla. Hann heimtaði að vinur hans yrði keyrður til hans og fór einnig fram á að fá byssur og þrjár milljónir sænskra króna. Að auki krafðist Janne þess að honum yrði útveguð skotheld vesti, hjálmar og sportbíll til undankomu.

Ein gíslanna, Kristin Ehnemark,  sagðist vera hræddari við viðbrögð lögreglunnar en við ræningjann. Hræddust var hún við að lögreglan myndi valda usla og ógna öryggi hennar sjálfrar. Ég rek ekki atburðarásina frekar hér. 

Við þennan atburð er svokallað Stokkhólmsheilkenni kennt. Þegar gíslar snúast á sveif með þeim sem halda þeim föngnum." (Tekið upp úr heimildum)

Daginn eftir að við misstum þrjá stærstu bankana okkar í þrot og ríkið tók þá yfir settu Bretar á okkur hryðjuverkalög. Hryðjuverkalög voru sett á fjármálaráðuneytið, Seðlabankann, Kaupþing og Landsbankann. Með því frystu þeir inni í London gull- og gjaldeyrisforða þjóðarinnar en hann var geymdur í J.P. Morgan í London.  Samhliða lýstu Bretar því yfir í alþjóðafjölmiðlum að Ísland væri gjaldþrota.  Vegna þessara vel undirbúnu efnahagsárásar Breta á Íslandi þá var skyndilega ekki einu sinni til gjaldeyrir á Íslandi til að kaupa eldsneyti eða lyf.  Slík staða hefur ekki komið upp á Íslandi síðan í Móðuharðindunum 1783.  Við þessar aðstæður féll gengi krónunnar um 50%.  Þúsundir fyrirtækja fóru lóðbeint í þrot og hér töpuðust gríðarleg verðmæti. Arfur heillar kynslóðar hvarf og 30.000 til 40.000 störf. Störf sem mun taka áratugi að búa til aftur. 

Í framhaldi lögðu Bretar  fram Icesave 1 samninginn. Samningurinn var hrein svívirða. Sambærilegur samningur hefur ekki verið  áður gerður milli Evrópuríkja. Það þarf að fara út fyrir Evrópu og tvær til þrjár aldir aftur í tímann til að finna sambærilegan milliríkjasamning. Þennan samning samþykkti þáverandi ríkisstjórn og þingmennirnir sem á bak við ríkisstjórnina stóðu.  

Kjarninn í þeim hópi þingmanna sem samþykkti Icesave 1 samninginn stendur í dag að Icesave 3 samningnum.

Þetta fólk kallar Breta í dag "VINAÞJÓÐ"  og reynir að telja okkar hinum trú um að það sé "siðaðra manna" háttur að leysa sín mál með samningum.

Það eru margir sem halda því fram að þetta fólk sem sat á þing í aðdraganda hrunsins og í hruninu og missti bankakerfið og Seðlabankann í gjaldþrot, fékk á sig hryðjuverkalögin, Icesave 1 nauðasamninginn og sat á þingi þegar eldar brunnu daglega fyrir utan þinghúsið og rúður þess margbrotnar í fyrstu byltingu Íslandssögunnar sem endaði með falli ríkisstjórnarinnar, þetta fólk hafi lent í slíku áfalli að það sé langt frá því búið að ná sér.

Það er hægt að kalla Breta ýmsum jákvæðum nöfnum en það er hreinlega sjúklegt að kalla Breta "vinaþjóð" og "siðaða menn" eftir það tjón sem þeir vísvitandi ollu hér og eftir þá nauðasamninga sem þeir hafa lagt fram og krafist að þjóðin undirgangist.

Eftir að hafa nú á þriðja ár hlustað í forundran á okkar helsta forystufólk berjast fyrir hverjum Icesave nauðasamningnum á eftir öðrum og um leið tala alltaf svona hlýlega um Breta þá hefur það loksins runnið upp fyrir mér.

Þetta fólk er allt haldið Stokkhólmsheilkenninu.

Við hin sem göngum heil til skógar eigum og verðum að taka fram fyrir hendurnar á þessu fólki.

Kjósum NEI á laugardaginn. 
 

 

 


mbl.is Augu umheimsins á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir pistilinn og heiðarlega baráttu

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.4.2011 kl. 11:55

2 identicon

Amen.....

Magnús (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 12:53

3 Smámynd: Elle_

Já, Friðrik, mætti halda það.  Og það er fáránleiki fáránleikans og ögrun við okkur að þeir sem ætla að kúga okkur skuli kalla yfirkúgarana VINI OKKAR.

Elle_, 8.4.2011 kl. 12:53

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Friðrik fyrir þessa mjög svo þörfu upprifjun sem ég ætla að leyfa mér að vísa til hér á eftir. Kjósum nei á laugardaginn.

Hrólfur Þ Hraundal, 8.4.2011 kl. 16:46

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Velkomið Hrólfur.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 17:09

6 Smámynd: Ómar Geirsson

"Það er hægt að kalla Breta ýmsum jákvæðum nöfnum en það er hreinlega sjúklegt að kalla Breta "vinaþjóð" og "siðaða menn" eftir það tjón sem þeir vísvitandi ollu hér og eftir þá nauðasamninga sem þeir hafa lagt fram og krafist að þjóðin undirgangist. "

Our friend in Britain sagði formaður samninganefndar Íslands í Silfrinu.

Mikið vildi ég að ég ætti fjármuni til að kosta þennan pistil þinn inn á öll heimili landsins.  Vissulega hefur allt verið sagt áður, en þegar neisti heilagrar reiði í bland við þrá eftir réttlæti kemur saman, þá uppskerum við svona magnaða lesningu.

Hafðu þökk fyrir hana Friðrik.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 17:35

7 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

http://www.youtube.com/watch?v=8FEl-PRsf90&playnext=1&list=PLFF6DC0490DCD37E3

Confessions of an Economic hitman.. þetta hrun íslands er búið að vera í bígerð síðan Alcoa kom hingað til lands...

Charles Geir Marinó Stout, 8.4.2011 kl. 19:32

8 identicon

Takk fyrir Friðrik. Greinin þín er hreint frábær !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 20:13

9 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Vel mælt

Marteinn Unnar Heiðarsson, 8.4.2011 kl. 23:31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband