Já, ég vel dómstólaleiðina. Það geri ég áhyggjulaust.

Einfaldir útreikningar, sjá hér, staðfesta að útreikningar InDefence á kostnaði við dómstólaleiðina eru réttir. Með einföldum útreikningum er hægt að staðfesta að kostnaðurinn við dómstólaleiðina er af þeirri stærðargráðu sem InDefence reiknar hann.

Mín niðurstaða er því sú að:

  • Það er ekkert þannig að Icesave kosti 47 ma. eins og stjórnvöld halda fram.
  • Það er ekkert þannig að dómstólaleiðin kosti 500 ma. eins og stjórnvöld halda fram.

Það er hins vegar hægt að treysta tölunum frá InDefence. Sjá nánar hér. Þeirra mat er þetta: 

  • 75 ma. kostar það okkur ef við samþykkjum Icesave.
  • 140 ma. kostar það okkur ef við töpum dómsmálinu algjörlega.

Þetta eru hinir raunverulegu valkostir sem þjóðin stendur frammi fyrir.

Ég trúi að Lárus Blöndal fari með rétt mál varðandi réttarstöðu okkar. Ég trúi því að við annað hvort vinnum málið fyrir dómstólum eða verðum dæmd til að tryggja lágmarks innistæður upp á 20.887 evrur per reikning. Í báðum tilfellum mun ríkissjóður ekki þurfa að greiða krónu. Þrotabú Landsbankans á fyrir þessum dómi.

Ég trúi líka áliti þeirra lögspekinga sem lögðu fram sína umsögn um Icesave 3 fyrir fjárlaganefnd, þar sem fram kom að afar ólíklegt er að við verðum dæmd til að tryggja allar innistæður að fullu.

Ég er tilbúinn út frá þessum forsendum að fara dómstólaleiðina að gambla með það að geta hugsanlega lent í því að borga 140 ma í stað þess að þurfa með vissu að borga 75 ma. Með þessu er ég að gambla með 65 ma. (140 - 75 = 65 ma.)

Ég þykist líka vita að Bretar og Hollendingar eru EKKI tilbúnir að gambla í þessu máli með það undir að geta tapað 1.200 ma. Gerum okkur grein fyrir því að ef við vinnum málið fyrir Hæstarétti Íslands þá fá þeir ekki krónu. Tapi þeir málinu fyrir Hæstarétti Íslands þá tapa þeir 1.200 ma.

Gerum okkur líka grein fyrir því að ef við verðum dæmd til þess að tryggja lágmarks innistæður, 20.887 evrur per reikning, þá verður þrotabú Landsbankans gert að greiða Bretum og Hollendingum 630 ma. en það er kostnaðurinn við að tryggja þessar lágmarks innistæður. Það þýðir að Bretar og Hollendingar tapa 570 ma. miðað við fyrirliggjandi Icesave samning þar sem gert er ráð fyrir að þeir fái 1.200 ma.

Aðeins með því að þeir vinni málið og við dæmd til að tryggja allar innistæður að fullu fá þeir út úr dómsmáli eitthvað í líkingu við Icesave samninginn. Og hverjar eru líkurnar á því? 5% til 10%?

  • Löngu áður en Hæstiréttur Íslands fær málið í sínar hendur þá semja Bretar og Hollendingar og hirða sína 1.200 ma. úr þrotabúinu án þess að nokkur ríkisábyrgð fylgi eða greiðsla frá ríkinu. Með slíkum samningi fá Bretar og Hollendingar 94% af núverandi Icesave samningi.
  • Slíkan samning gætu þeir klárað fyrir hádegi á morgun með Steingrími J. Það þarf engin lög frá Alþingi til að ganga frá slíkum samning. Það er bara vegna þess að Bretar og Hollendingar vilja fá ríkisábyrgð og 75 ma. til viðbótar við það sem er í þrotabúi Landsbankans að þessi Icesave samningur fór aftur fyrir þing og þjóð.  

Tapi Bretar og Hollendingar þessu máli fyrir dómstólum þá tapa þeir 1.200 ma. Hverjar eru líkurnar á því? 20% til 30%? Myndu ríkisstjórnir Bretlands og Hollands þola það? Eru þessar ríkisstjórnir til í slíkt gambl?

Verði Íslendingar dæmdir til að greiða lágmarks trygginguna, sem margir telja líklega niðurstöðu, þá greiðir þrotabúið út 630 ma. Þá fellur ekki króna á íslenska ríkið. Þrotabúið á í dag í peningalegum eignum 700 ma. Bretar og Hollendingar tapa hinsvegar 570 ma. miðað við fyrirliggjandi Icesave samning. Myndu ríkisstjórnir Bretlands og Hollands þola það? Eru þessar ríkisstjórnir til í slíkt gambl?

Nei, löngu áður en málið fer í hendur Hæstaréttar Íslands þá verða Bretar og Hollendingar búnir að gleyma öllu um ríkisábyrgðir og einhverjum smá greiðslum úr ríkissjóði Íslands. Þeir taka þrotabúið og fá þar með 94% af sínum kröfum.

Já, ég er tilbúinn að fara dómstólaleiðina og með því gambla með 65 ma. Það geri ég áhyggjulaust.


mbl.is Samningsbrotamál líklegast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Góð grein Friðrik.

En hvað fær þig til að halda að gengið haldi???

Og af hverju ættu kröfuhafar ekki freista þess að fá meira í sinn hlut með því halda uppi málþófi fyrir dómsstólum???  Á meðan getur skilanefndin ekki greitt út og bretaábyrgðina hleður á sig vöxtum á meðan.

En flott þetta með bresku áhættuna, unnið dómsmál yrði þeim dýrt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2011 kl. 14:41

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Nú kallar vinnan

Friðrik Hansen Guðmundsson, 24.2.2011 kl. 14:47

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Hafðu þetta samt bak við eyrað.

Greinar þínar hafa oft opnað umræðu sem eru upplýsandi og fróðlegar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2011 kl. 14:54

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Sammála, góð grein hjá þér Friðrik.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 24.2.2011 kl. 15:23

5 identicon

Það liggur ljóst fyrir að lánshæfismat ríkissjóðs er lægra vegna en þyrfti að vera vegna óleysts Icesave-ágreining. Ekki er því hagstætt að endurfjármagna skuldir ríkissjóðs á almennum markaði erlendis þess vegna. Skuldatryggingarálagið rauk líka upp en lækkaði þegar allt virtist vera að stefna í sátt.

Hefur þú reiknað kostnað ríkissjóðs og þeirra fyrirtækja sem verða fyrir tapi vegna þessa? Mér sýnist ekki og er þá skakkt reiknað.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 18:26

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það liggur ljóst fyrir að lánshæfismat ríkissjóðs er lægra vegna en þyrfti að vera vegna óleysts Icesave-ágreining.

Þú meinar frá þessum hápólitísku stofnunum sem gáfu íslensku bönkunum AAA lánshæfi fram að hruni? það er lítið að marka þá vitleysingja, og ekki segja mér að lánshæfismat íslands batni ef skrifað er upp á Icesave, það stenst bara engin rök að aukin lántaka auki lánshæfismat, í best falli myndum við standa í stað við að samþykkja Icesave vegna þar sem þessir aðilar telja meiri stöðugleika með því að samþykkja það en það væri fljótt að breytast þegar krónan fer að hrinja og seðlabankinn ausir út gjaldeyrisforðanum sem er fenginn að láni í að halda uppi krónunni.

Ekki er því hagstætt að endurfjármagna skuldir ríkissjóðs á almennum markaði erlendis þess vegna.

Ástæðan fyrir því að erfitt er að fá lán er út af því að það var kreppa líka hjá þeim sem voru að lána til Íslands, þessir menn eru að halda meira aftur af sér og tengist það ekki á nokkurn hátt Icesave eða lánshæfi, það eru mörg fyrirtæki sem hafa fengið lán erlendis  þrátt fyrir þessar dómsdagsspár ykkar varðandi Icesave og engin lán á meðan það er ekki samþykkt!

Skuldatryggingarálagið rauk líka upp en lækkaði þegar allt virtist vera að stefna í sátt.

Ef þú ert að tala um þegar Icesave var sent í þjóðaratkvæði þá skjátlast þér, hægt er að skoða ferlið hér.. http://www.amx.is/fuglahvisl/16801/.

Skuldatryggingarálag er öllu líklegar til að rjúka upp þegar ríkið skrifar upp á víxil sem er allt á milli 50-1200 milljarðar sem Icesave 3 er (Enginn getur sagt það fyrir víst að þetta sé ekki rétt tala þar sem sama og engar upplýsingar eru til um virði eigna landsbankans heldur en það sem ríkisstjórnin hefur sett fram og ekki get ég sagt að það sé mikið traust í upplýsingum þaðan þessa dagan).

Halldór Björgvin Jóhannsson, 24.2.2011 kl. 22:24

7 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Friðrik,

Ég hef pælt í gegnum bæði frumvarpið og samninginn um Icesave III og hvet þig EINDREGIÐ til að gera það líka (http://www.althingi.is/altext/139/s/0546.html) það er alltof mikið af rugli og rangfærslum í gangi og fólk þarf að kynna sér raunverulegu skjölin um þetta og komast að eigin niðurstöðu en ekki bara láta mata sig. 

Greiðslur Tryggingasjóðsins til Breta og Hollendinga verða 624 milljarðar en ekki 1200 milljaraðar eins og þú heldur fram.  Tryggingasjóðurinn fær úthlutaða fjármuni frá þrotabúi Landsbanks til þess að standa straum að greiðslum til Breta og Hollendinga.  Eignasafn Landsbankans er talið vera um 11-12 hundruð milljarðar svo það er afskaplega ólíklegt að kostnaður við Icesave III verði meiri en u.þ.b. 45 milljarðar. 

Það er alls ekki á vísann að róa með dómstóla.  Það mun taka ár og verða mjög kostnaðarsamt og yrði mjög kostnaðarsamt ef dómur félli Íslandi í óhag.  Ég er ekki sérlega fylgjandi því að ríkið taki á sig ábyrgðir vegna Icesave og algjörlega á móti því á því prinsippi að verið sé að greiða, eða hjálpa að greiða skuldir glæpamanna, en ég held að miðað við þær tölur sem ég hef séð, þá sé að verða mjög stór spurning um hvort frekari málalengingar borgi sig fyrir Ísland og íslenska ríkið.  Það er erfitt að segja hvort eitthvað hefur tapast af völdum þessa máls, en það má minna á að þessi samningur er hátt í tífalt hagstæðari en sá fyrsti sem var að mínu mati gersamlega fyrir neðan allar hellur! 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 24.2.2011 kl. 23:33

8 identicon

Ég hef álit ESA fyrir því, að engar líkur eru til að EFTA-dómstóllinn fái að fjalla um Icesave-málið. Lögsaga Íslands heldur ef henni er ekki afsalað í hendur nýlenduveldanna eins og Icesave-lögin gera ráð fyrir. Við þurfum því ekki að reikna plúsa og mínusa, heldur tryggja að innlend lög séu þannig gerð að TIF njóti forgangs í þrotabú Landsbankans til að greiða lágmarkstryggingu ESB.

Staðan er 100% örugg ef við höfnum Undanlátsleið ríkisstjórnarinnar og fylgjum Lögsöguleið sjálfstæðra Íslendinga.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 23:47

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Arnór

Rétt hjá þér. Gert er ráð fyrir að Tryggingasjóðurinn sjái um að tryggja lámarksinnistæður, 20.887 evrur per reikning. Til þess fær Tryggingasjóðurinn 51% af þrotabúi Landsbankans. Ætlað er að þetta kosti 630 ma. Þar sem 51% af eignum þrotabúsins duga ekki fyrir þessum 630 ma. þá er þess krafist að skattgreiðendur á Íslandi greiði mismuninn.

Það breytir því hins vegar ekki að gert er ráð fyrir því skv. Pari Passu jafnstöðusamningnum sem er hliðarsamningur við Icesave samninginn að Bretar og Hollendingar fái 48% af þrotabúinu í sínar hendur. Sjá umsögn InDefence bls 22.

Icesave samningurinn og þessi hliðarsamningur, Pari Passu samningurinn ganga út á það að þessir þrjú ríki skipta á milli sín þrotabúi Landsbankans.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.2.2011 kl. 12:43

10 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Arnór

Við skulum gera okkur grein fyrir því að ef ekki er skrifað undir Icesave samningin og Pari Passu samninginn þá fá Bretar og Hollendingar ekkert þessi 48% af þrotabúi bankans.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.2.2011 kl. 12:47

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband