Ekki byrjar hún vel kynningin á Icesave 3.

Ekki byrjar hún vel kynningin á nýjasta Icesave samningnum. Lárus Blöndal kemur fram með tölur í þessu viðtali um væntanlegan kostnað þjóðarinnar af Icesave 3 sem eru í engu samræmi við önnur gögn í málinu.

Í umsögn GAM Management sem lögð var fyrir þingið í janúar, sjá hér,  eru reiknaðar út nokkrar mögulegar sviðsmyndir vegna Icesave 3. Niðurstaða þessara sérfræðinga er að Icesave 3 muni kosta þjóðina 25 til 230 milljarða. Engir þeirra óháðu aðila sem reiknað hafa og metið væntanlegan kostnað þjóðarinnar af Icesave 3 hafa komist að sömu bjartsýnis niðurstöðu sem ríkisstjórnin og Lárus Blöndal eru að kynna, að Icesave 3 muni kosta ríkissjóð 47 milljarða.

InDefence reiknar þennan kostnað 75 milljarða, sjá hér

Þá segist Lárus bjartsýnn á að þrotabú Landsbankans muni duga fyrir Icesave.

Ljóst er að Bretar og Hollendingar deila þessari bjartsýni ekki með Lárusi. Teldu Bretar og Hollendingar að þrotabú Landsbankans dygði fyrir þessum skuldbindingum þá væru þeir ekki að sækja það svona fast að ríkissjóður gangist í ábyrgðir fyrir því sem þeir gera ráð fyrir að standi út af borðinu þegar þrotabúið er uppgert.

Ef Bretar og Hollendingar væru sammála þessu mati Lárusar að þrotabú Landsbankans muni duga fyrir Icesave þá væri þeir ekki að fara fram með þennan Icesave samning og þeir væru þá ekki að krefjast þess að fá ríkisábyrgð á samninginn.

Nú þegar forsetinn hefur vísað Icesave 3 til þjóðarinnar þá er mikilvægt að fram fari heiðarleg umræða um samninginn, kosti hans og galla.

Mikilvægt er að stjórnvöld og samningamenn leggi fram réttar upplýsingar og kynni raunsanna mynd af samningnum.

Það að koma fram með ótrúverðugar bjartsýnisspár og mála samninginn miklu bjartari litum en tilefni er til er ekki að hjálpa neinum í þessu máli.

 


mbl.is Skýrir kostir í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband