Skipstjórinn sendur í sjópróf, áhöfnin sleppur.

Þetta er sögulegur dagur í dag, 28. september 2010. Hann er sögulegur vegna þess að þessi niðurstaða Alþingis breytir íslenskum stjórnmálum. Íslensk stjórnmál verða aldrei aftur söm.

IMG_0058Það að vera ráðherra verður aldrei aftur það ábyrgðarlausa glamor starf sem það hefur hingað til verið.

Það var orðið löngu tímabært að ábyrgð yrði tengd því mikla valdi sem ráðherrar hafa tekið sér á undanförnum áratugum af Alþingi og Forsetaembættinu.

Niðurstaða Alþingis í dag að ákæra forsætisráðherra en hlífa öðrum ráðherrum í ráðuneyti hans er Salómonsdómur.  

Rannsóknarnefnd Alþingis vann mikið og gott starf og skilaði af sér tímamótaverki sem var Sannleiksskýrslan. Um það voru og eru allir sammála. Í skýrslunni var lagt til að þrír ráðherrar yrðu ákærðir fyrir gáleysi og vanrækslu í starfi. Alþingi átti því engra annarra úrkosta en afgreiða þessa körfu Rannsóknarnefndarinnar.

Eftir að sérstök þingmannanefnd komst að sömu niðurstöðu og bætti reyndar fjórða ráðherranum við þá átti öllum að vera ljóst að einhver eða allir þessara ráðherra myndu sæta ákæru enda sigldi skipstjórinn og áhöfn hans þjóðarskútunni beint upp í Skarfasker svo af hlaust gríðarlegt tjón sem enn sér ekki fyrir endan á.

Eftir slíkt strand þá er það lágmark að fram fari sjópróf yfir skipstjóranum, er það ekki?

Það er engin ástæða fyrir skipstjórann, áhöfnina, aðstandendur og vini að fárast yfir slíkri niðurstöðu.

Það er venja á Íslandi að kalla þá sem sigla skipum sínum í strand fyrir sjópróf. Af hverju skildi slíkt ekki líka gilda gagnvart skipstjóranum á þjóðarskútunni?

Íslenskir skipstjórar hafa hingað til tekið slíku af æðruleysi.

Mynd: Gönguleiðin upp Esju

  


mbl.is Mál höfðað gegn Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nákvæmlega og fleiri orð þarf varla að hafa um málið.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 29.9.2010 kl. 01:49

2 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Alveg rétt hjá þér Friðrik,Þetta er það besta sem gat komið fyrir Geir Haarde, nú getur hann hreinsað sig og komið aftur inní pólitíkina aðaldyramegin, á meðan aðrir ráðherrar þurfa að læðast með veggjum.

Bernharð Hjaltalín, 29.9.2010 kl. 06:22

3 identicon

Í fyrsta kafla skýrslunar stendur undir 1.6 um mistök, vanrækslu og refsiverða háttsemi svo og aðrar aðfinnslur:

,,Það var ekki hlutverk rannsóknarnefndar Alþingis að annast sakamálarannsókn á ætlaðri refsiverðri háttsemi í aðdraganda og tengslum við þrot fjármálafyrirtækjanna. Það fellur undir embætti sérstaks saksóknara samkvæmt lögum nr. 135/2008. Í 1. mgr. 14. gr. laga nr. 142/2008 er á hinn bóginn mælt svo fyrir að vakni grunur við rannsókn nefndarinnar um að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað beri nefndinni að kynna það ríkissaksóknara sem taki síðan ákvörðun um hvort rannsaka beri málið í samræmi við lög um meðferð sakamála.''

Þarna stendur greinilega að það var ekki hlutverk nefndarinnar að annast sakamálarannsókn, en EF grunur vaknaði hjá henni um refsiverða háttsemi hefði hún tilkynnt það til ríkissaksóknara. Já, til ríkissaksóknara þar sem fólk hefði fengið eðlilega málsmeðferð en ekki pólitíska ákæru.


Njáll (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 07:35

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Njáll

Þarna eru skýrsluhöfundar að fjalla um bankamenn, útrásarvíkinga og almenna borgara.

Um ráðherra, ábyrgð þeirra og brot gilda sérstök ákvæði stjórnarskrárinnar um Landsdóm. Skv. gildandi lögum og stjórnarskrá er ekki hægt að draga ráðherra fyrir venjulega dómstóla.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.9.2010 kl. 09:07

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég sé ekki annað en að þetta sé kjarni málsins. Hitt kom núna glöggt í ljós að alþingismenn eru ekki færir um að taka svona mál þeim tökum að sómi sé að. Í það minnsta kom í ljós að samráðherrar þurfa að víkja sæti ef þessi leið verður farin aftur.

Árni Gunnarsson, 29.9.2010 kl. 09:09

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Sammála þessu.  Samfylkingin er rotinn og ótrúverðug.   Hinsvegar finnst mér líka aumkunarverður málflutningur hjá mörgum sjálfstæðismönnum þegar þeir tala um að það sé nóg að þessir aðilar axli pólitíska ábyrgð.  Það þurfti að draga Geir og Ingibjörgu með töngum út úr stjórnmálum og væntanlega hefðu þau ekki hætt nema vegna sinna veikinda.  Þorgerður Katrín, Guðlaugur Þór o.fl. sitja sem fastast.

Það hefur aldrei verið neitt til sem kallast pólitísk ábyrgð í bananalýðveldinu Íslandi.  Þetta auma sker er gjörsamlega rotið af spillingu og hefur alltaf verið.  Jafnvel í svörtustu Afríku eru vandfundinn jafn spillt og rotinn þjóðfélög eins og á skerinu.

Guðmundur Pétursson, 29.9.2010 kl. 11:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband