Eru áherslur ríkistjórnarinnar í ríkisfjármálunum boðlegar?

Áherslurnar í fyrstu fjárlögum þessarar ríkistjórnar eru einfaldar. Þær felst í því að hækka skatta, skera niður framkvæmdir og halda ríkisrekstrinum að öðru leiti óbreyttum.

Eftir höfðinu dansa limirnir og þetta plan hafa sveitarstjórnir um land allt tekið upp. Ríki og sérstaklega sveitarfélögin hæla sér af því að í mestu kreppu á Íslandi hafi þau ekki sagt upp einum einasta starfsmanni. Frekar safna þau skuldum. Það má safna skuldum til að standa undir rekstri en það má ekki taka lán til að fara í gang með  arðbærar framkvæmdir.

IMG_0004Á nýliðnu ári var ríkistjóður rekinn með 150 milljarða króna halla. Í ár er ætlunin að reka ríkissjóð með 90 milljarða króna halla.

Þegar lesin eru yfir fjárlögin fyrir 2010 þá er ljóst að það eru fyrst og fremst framkvæmdir og viðhald sem skera á niður. Sama er uppi á teningnum hjá sveitarfélögunum. Bygginga- og verktakastarfsemin í landinu er látinn taka allt höggið í niðurskurði hins opinbera á árinu 2010. Fyrir tveim árum voru 17.000 manns starfandi í bygginga- og verktakastarfsemi. Í dag eru starfandi í greininni milli 2.000 til 3.000 manns og fer hratt fækkandi.

Á sama tíma hefur fáum ef nokkrum opinberum starfsmönnum verið sagt upp störfum. Í fjárlögum ríkisins fyrir 2010 er ekkert tekið á þeirri gríðarlegu útþenslu hins opinbera sem varð í góðærinu. Fyrir utan niðurskurðinn til framkvæmda þá fá ráðuneytin öll nánast sömu krónutölu til ráðstöfunar í ár og í metfjárlögunum frá 2009. Niðurskurðurinn í öllu heilbrigðiskerfinu er minni en niðurskurðurinn bara til vegagerðar. 

Við erum að láta ríkið safna gríðarlegum skuldum, við erum að auka verulega skattheimtu á almenning og fyrirtæki, við erum að leggja heila atvinnugrein í rúst, allt til þess að geta haldið í útblásið ríkisbákn góðæristímans.

Eru þessar áherslur boðlegar?

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.

 


mbl.is Nauðsynlegt að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvern viltu slá af?  Lát heyra.  Ríkisstjórnin þiggur örugglega allar vel rökstuddar ábendingar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.1.2010 kl. 14:13

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég spyr á móti, afhverju bannar þessi óstyrki sjávarútvegsráðherra ekki útflutning á óunnum fiski?  Það hefur komið fram að 5000 störf byggja á útflutningi ferskfisks til UK.  Værum við ekki betur sett að hafa þessi störf hér á landi?   Þar fyrir utan er mikið svindl sem á sér stað við þennan útflutning og margir sem sjá sér hag að svindla á gjaldeyrishöftunum án nokkurs samviskubits yfir að athæfið veikir gengi krónunnar og hækkar lánin okkar.  Það er víða hægt að taka til hendinni og furðulegt þetta úrræðaleysi stjórnmálamannanna. Afhverju eru þeir ekki í vinnunni núna að laga regluverkin og herða á löggjöfinni sem tekur til fjármálaglæpa?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.1.2010 kl. 14:22

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þú býður svo vel Jóhannes að ég veit ekki alveg hvar ég að að byrja.

Svona í fyrsta umgang get ég bent þér á þessa tvo pistla hér:

Hvað fannst þér annars um þjónustu ríkisins þegar við fögnuðum nýrri öld, 1999/2000/2001?

Gætir þú sætt þig við að færa umsvif ríkisins aftur ársins 2000 í mannafla og þjónustustigi?

Ef svo er þá er hægt að fara í fjárlögin frá árinu 2000 og skipa ráðuneytunum að fækka mannskap og fara með þjónustustigið til samræmis við lífið og tilveruna árið 2000. Þá gætum við hætt við þessar skattahækkanir og rekið ríkissjóð á núlli.

Er þetta leið sem þú gætir sætt þig við?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.1.2010 kl. 14:29

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ef matrka má eftirfarandi yfirlýsingu er ljóst, að hollusta þeirra er ekki með ísl þjóð og sama má segja um ASÍ forkólfinn, sem segir ða við eigum bara að greiða möglunarlaust.

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar: Enginn vafi að innlán í útibúum erlendis eru á okkar ábyrgð

stjornarradid1.jpgRíkisstjórn Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um ábyrgð gistiríkja á eftirliti útibúa fjármálastofnana innan sinnar lögsögu. Er það hrakið það sem Evrópuþingmaðurinn Alain Lipietz hélt fram í þættinum Silfur Egils í gær að Ísland bæri engar ábyrgðir vegna Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.

Tilkynningin er svohljóðandi: 

Með aðild sinni að EES-samningnum gerðist Ísland hluti af innri markaði Evrópu. Samkvæmt tilskipunum ESB sem Ísland hefur tekið upp með lögum frá Alþingi gildir eftirfarandi:

·        Banki sem er með höfuðstöðvar í EES ríki stofnar útibú í öðru EES ríki: þá gildir ábyrgð tryggingarsjóðs heimaríkisins, þar sem höfðustöðvar bankans eru.
·        Banki sem er með höfuðstöðvar í ríki utan EES stofnar útibú í EES ríki: þá gildir ábyrgð tryggingarsjóðs gistiríkisins, þar sem útibúið starfar.

Ljóst er af þessu að þar sem Ísland er EES ríki féllu skyldur vegna trygginga á innlánum í útibúum íslenskra banka í öðrum EES ríkjum á íslenska tryggingasjóðinn.  Þótt meginreglan sé einnig sú að eftirlit með því að fjármálastofnun geti greitt út innlán hvíli á heimaríki hefur af hálfu Íslands samt sem áður verið bent á að eftirlitsstofnanir gistiríkis séu ekki undanþegnar eftirlitsskyldum.

Samkvæmt tilskipun 94/19/EB um innlánatryggingakerfi sem Ísland hefur tekið upp er það skylda sérhvers aðildarríkis EES að tryggja að á yfirráðasvæði þess sé komið á fót innlánatryggingakerfi, sem nái til fjármálastofnana með höfuðstöðvar í því ríki sem og útibúa þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilskipunin kveður skýrt á um að útibú í öðrum aðildarríkjum EES falli undir innlánatryggingakerfi heimaríkisins.

Íslensk stjórnvöld hafa á öllum stigum Icesave-málsins haldið því fram gagnvart Bretum, Hollendingum og Evrópusambandinu að um lagalega óvissu væri að ræða varðandi ábyrgð ríkissjóða við kerfishrun á lágmarkstryggingum innstæðueigenda. Jafnframt var strax í upphafi lögð áhersla á að fá úr málinu skorið fyrir viðeigandi úrskurðaraðila eða dómstól, en öllum tilraunum til þessa hefur verið hafnað af öðrum samningsaðilum en það er meginregla í þjóðarétti að ríki geta ekki leyst úr ágreiningi sín á milli fyrir dómstólum nema allir aðilar samþykki. Þessi fyrirvari sem áréttaður er í 2. gr. l. nr. 1/2010 breytir þó engu um þá niðurstöðu að ábyrgð tryggingarsjóðs heimaríkis gildir um útibú banka innan EES þótt annað hafi verið fullyrt undanfarna daga.  

Bjarni Kjartansson, 12.1.2010 kl. 15:13

5 identicon

Verðum við ekki að sætta okkur við eftir alla offjárfestingu síðustu ára dragist mikið saman í framkvæmdageiranum? En auðvitað væri rétt að fara í framkvæmdir sem strax skila arði. Það er varla ásættanlegt að safna miklum skuldum til að viðhalda ríkis-og sveitafélagabákninu sem þanist hefur út undanfarin ár eins og þú nefnir réttilega.

Sigurður I (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 15:20

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Sigurður

Offjárfestingu segir þú.

Ég spyr á móti, var meira offjárfest í opinberum framkvæmdum en opinberum rekstri á þessum árum?

Ég held ekki. Mitt mat er að ríkið hafi ekkert síður offjárfest í rekstrinum.

Þar er heldur ekki verið að tala um að skera niður einhverja offjárfestingu í framkvæmdum. Það er búið að taka ákvörðun að stöðva nær allar framkvæmdir og viðhald á vegum hins opinbera. Þessi þáttur í ríkisrekstrinum er skorinn niður í nánast núll.

Á sama tíma er lítið sem ekkert hreift við þeirri offjárfestingu sem sett var á góðærisárunum í reksturinn á ríkinu.

Er þetta eðlileg stjórnsýsla?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.1.2010 kl. 16:44

7 Smámynd: Auðun Gíslason

 

skarfur

Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave

11.10.2008

Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.

Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.

Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.

Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)

16.11.2008

Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.

Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.

Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrir­greiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.

Umsamin viðmið

  1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög­gjöf­ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags­svæð­ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
  2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga­viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóða­gjald­eyris­sjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
  3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.

Reykjavík 16. nóvember 2008

Kannski ekki úr vegi, að minna á þessar samninga ríkisstjórnar Geirs. H. Haarde nú þegar ásakanirnar  dynja á núverandi ríkisstjórn.  Svona hófst í raun þessi samningaruna.  Svona var ríkissjóður skuldbundinn í byrjun þessa leiðindamáls!  Nú virðist stór hluti þjóðarinnar telja að Jóhanna og Steingrímur J. eigi sök á hvernig komið er, og þau sæta ásökunum um hin villtustu svik við land og þjóð.  Munið að Icesave-myllan fór af stóð 2006 með vilja og vitund íslenskra yfirvalda!

Auðun Gíslason, 12.1.2010 kl. 22:24

8 Smámynd: Hörður Þórðarson

Fín færsla hjá þér Friðrik. Núverandi umsvif Íslenska ríkissins eru augljóslega alveg út í bláinn. Umsvið ríkissins árið 1980 voru alveg ágæt.

Spilling og lítið sem ekkert aðhald hefur valdið því að þetta illa rekna bákn er að sökkva þjóðarskútunni, þökk sé þeim idíótum sem stjórnuðu í góðærinu.

Hörður Þórðarson, 13.1.2010 kl. 09:29

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Hörður

Sammála þér, það voru ekki núverandi stjórnvöld sem bjuggu til þetta útblásna kerfi sem er að sökkva okkur núna í samdrættinum.

Núverandi stjórnvöld eru hins vegar að gera allt hvað þau geta til að viðhalda þessu bákni og eru tilbúin til að reka ríkisjóð með ævintýralegum halla til að halda öllu þessu kerfi óbreyttu.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 13.1.2010 kl. 09:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband