Áherslur Lýðræðisvaktarinnar í utanríkis- og Evrópumálum eru skýrar.

 

Aðild að ESB felur í sér framsal á fullveldi. Þjóðin er yfirboðari Alþingis og hún ein getur ákveðið, hvort Ísland gengur í ESB eða ekki. Alþingi á aldrei að leyfast að taka ákvörðun um aðild að ESB upp á sitt eindæmi. Alþingi þarf að lúta vilja fólksins í landinu í öllum málum sem varða framsal fullveldis. Lýðræðisvaktin tekur ekki afstöðu til aðildar Íslands að ESB, þar eð málinu verður ráðið til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

Ljúka samningaviðræðum við ESB

Samningaviðræður við ESB standa yfir og þeim ber að ljúka, svo unnt sé að halda áfram innan eða utan ESB í samræmi við vilja þjóðarinnar

 

Gæta hagsmuna Íslands í hafréttarmálum

Við viljum hafa vakandi auga með landgrunninu umhverfis Ísland og gera tilkall til hlutdeildar í alþjóðlegum hafsvæðum á norðurslóðum. Málið er brýnt vegna þess að hlýnun loftslags og sjávar opnar nýjar leiðir og aðgang að auðlindum í framtíðinni.

 

Að aðild að stríði verði háð samþykki þings og þjóðar

Það má aldrei aftur verða að tveir ráðherrar ákveði upp á sitt eindæmi að gera Ísland að þátttakanda í stríði án þess að Alþingi fái rönd við reist.

 

Vinna með öðrum þjóðum að friði

Ísland er herlaust land. Herskyldu má aldrei í lög leiða eins og kveðið er á um í nýrri stjórnarskrá. Okkur ber að vinna að friði og hagsæld á vettvangi alþjóðastofnana, sem Ísland er aðili að.

http://xlvaktin.is/stefnan/

 

 


Er þetta það besta sem fram hefur komið varðandi nýtingu auðlindanna?

"Með fullri virðingu fyrir öllum tillögum sem áður hafa komið fram varðandi nýtingu og nýtingarrétt á sameiginlegum auðlindum, þá er þetta, með miklum yfirburðum, það besta sem komið hefur fram" segir Þórður Már Jónsson ,  Attorney at Law at Lagaráð lögfræðiþjónusta á vef Lýðræðisvaktarinnar.

Hér eru þessi stefnumál sem fengu Þór Má Jónsson til að taka svona til orða:

Setja lög um eignarhald og nýtingu auðlinda í samræmi við ákvæði nýrrar stjórnarskrár um auðlindir í þjóðareign

Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar.

 

Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi.

Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.

 

Tryggja að nýtingarrétti auðlinda í þjóðareigu sé úthlutað á jafnræðisgrundvelli, gegn fullu gjaldi og til hóflegs tíma í senn

Lýðræðisvaktin krefst þess að jafnræðis verði ávallt gætt við úthlutun nýtingarréttar sameiginlegra auðlinda. Gætt verði fyllsta jafnræðis við úthlutun aflaheimilda í framtíðinni í stað þess forréttindakerfis sem verið hefur við lýði. Engin þörf er á því að innkalla aflaheimildir eða semja sérstaklega um þær vegna þess að ríkið úthlutar þeim árlega: Einungis þarf að gæta jafnræðis við næstu úthlutun. Í lögum um stjórn fiskveiða stendur að úthlutun aflaheimilda myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði yfir þeim. Í lögum um samningsveð er skýrt tekið fram að óheimilt sé að veðsetja aflaheimildir. Samkvæmt dómum Hæstaréttar er einnig ljóst að enginn eignarréttur hefur myndast á aflaheimildum. Í gegnum tíðina hefur ríkisvaldið margoft breytt úthlutunarreglum án þess að útgerðarmenn hafi brugðist við. Það undirstrikar þá staðreynd að ríkið setur reglur um úthlutun aflaheimilda og getur hvenær sem er breytt þeim. Komi til málsókna vegna þessa skal þeim mætt af fullum þunga.

Fullt gjald er ígildi markaðsgjalds sem þýðir að ríkið hámarkar auðlindaarð sinn í þágu almannahags. Tímalengd nýtingarréttar getur verið mismunandi milli auðlinda og jafnvel innan sömu auðlindar og því er hóflegur tími tilgreindur.

 

Að landsmenn uppskeri arðinn af eigin auðlindum

Arður af fiskveiðum á Íslandi árin 2009 og 2010 nam alls 92 milljörðum króna. Af þeirri upphæð fékk íslenska ríkið í sinn hlut þrjá milljarða króna. Það eru rúmlega 3%. Samkvæmt nýju fiskveiðistjórnunarfrumvarpi á að festa úthlutun aflaheimilda til núverandi kvótahafa næstu 20 ár. Að óbreyttum arði gerir það 920 milljarða fyrir þá, 30 milljarða fyrir þjóðina. Fyrir utan hróplega misskiptingu mun þetta kalla yfir okkur samfélagslegt misgengi með tilheyrandi spillingu. Þessu hafnar Lýðræðisvaktin.

 

Halda opinberum orkufyrirtækjum í almannaeigu: Landsvirkjun verður ekki seld

Nýfengin reynsla okkar af sölu ríkisfyrirtækja hefur ekki verið góð. Lýðræðisvaktin vill því standa vörð um þau fyrirtæki sem enn eru í opinberri eigu og flana ekki að neinu. Lýðræðisvaktin er hlynnt einkavæðingu en aðeins á virkum samkeppnismarkaði: “Spillt einkavæðing er áfellisdómur yfir spillingu, ekki einkavæðingu.”

 

Skoða náttúruna sem auðlind sem öllum ber að virða og vernda í samræmi við markmið sjálfbærrar þróunar í þágu komandi kynslóða

Stefna Lýðræðisvaktarinnar í umhverfismálum endurspeglar síaukna meðvitund almennings um náttúruvernd og nauðsyn hennar. Lýðræðisvaktin vill standa vörð um réttindi núlifandi og komandi kynslóða til óspilltrar náttúru, þar eð óspillt umhverfi heyrir til lífsgæða og mannréttinda svo sem kveðið er á um í nýrri stjórnarskrá. Alþingi ber að setja lög um nýtingu náttúrunnar á þann veg, að hvorki verði gengið á rétt náttúrunnar né komandi kynslóða í landinu. Ákvæði nýrrar stjórnarskrár kveða m.a. á um, að fyrri spjöll skuli bætt eftir föngum. Þessum ákvæðum er m.a. ætlað að laða löggjafann til að girða fyrir lausagöngu búfjár og gera almenningi og hagsmunasamtökum kleift að leita til dómstóla varðandi ákvarðanir stjórnvalda, sem áhrif hafa á umhverfi og náttúru, og girða fyrir, að slíkum málum verði vísað frá dómi á grundvelli skorts á lögmætum hagsmunum.

 

Efla dýravernd

 Í nýrri stjórnarskrá er kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu.

Í samræmi við það vill Lýðræðisvaktin að komið sé fram við lífríkið af virðingu, að lífsskilyrði búfjár og gæludýra í umráðum manna hæfi þekktum þörfum þeirra og að umgengni manna við villt dýr einkennist af hófsemi og mildi. Dregið verði eins og frekast er unnt úr verksmiðjubúskap og í hans stað komi búskaparhættir sem einkennast af mannúðarsjónarmiðum. Búfjáreigendum verði gert kleift með sem minnstum tilkostnaði að aðlagast nýjum framleiðsluaðferðum. Eftirlit með dýravelferð verði eflt.

Minnumst orða Mahatma Gandís sem sagði siðmenningu manna og framfarir mætti ráða af því hvernig þeir koma fram við dýr.

 

Tilvitnum lýkur.

Sjá nánar á vef Lýðræðisvaktarinanr:

 

http://xlvaktin.is/stefnan/audlindavaktin/

 

 


Er loks komið trúverðugt framboð til Alþingis?

Kortleggjum raunverulega stöðu þjóðarbúsins

Enginn veit hvert hann á að fara nema hann viti hvar hann er. Staða þjóðarbúsins virðist á reiki og því viljum við fá óháða úttekt erlendra sérfræðinga á raunverulegri stöðu bankanna, eignum þeirra og skuldum, og einnig á stöðu ríkissjóðs, sveitarfélaga, heimila og fyrirtækja. Þegar staðan liggur fyrir, verður hægt að ákveða framhaldið, m.a. hvernig hægt sé að rétta hlut skuldugra heimila frekar en orðið er.

 

 Lögfesta skýrar kröfur um öryggi og eignarhald banka svo þeir þurfi að lúta hraðahindrunum ásamt virku eftirliti

Koma þarf bankamálum í viðunandi horf til frambúðar og leiða í lög skýrar kröfur um öryggi banka, eignarhald þeirra, umfang, eigið fé, lausafé, útlánaþök, afskriftir, skuldasöfnun og skil á lánum. Með lögum þarf m.a. að setja eigendum banka ströng skilyrði til að tryggja, að bankar gegni hlutverki sínu með hagkvæmum hætti. Misheppnuð einkavæðing bankanna 1998-2003 hnykkir á nauðsyn þess, að eigendur banka séu valdir af kostgæfni og upprunarannsókn fari fram á því fé, sem notað er til að kaupa banka. Banna þarf kaupauka bankastjórnenda. Til álita kemur að laða flekklausa erlenda banka til starfs á Íslandi, sé þess kostur, svo að hér sé t.d. einn innlendur ríkisbanki eins og í Noregi og tveir erlendir bankar að auki.

 Girða þarf fyrir getu banka til að braska með innstæður með því að reisa eldveggi milli venjulegrar bankastarfsemi og áhættufjárfestingar eða aðskilja að fullu viðskiptabanka- og fjárfestingastarfsemi. Setja þarf lög eða reglur um leyfilegan hámarksvöxt útlána bankanna, gera strangar kröfur um gagnsæi, efla fjármálaeftirlit til að halda bönkunum í skefjum og stuðla að eðlilegum starfsháttum þeirra með sterkari neytendavernd á fjármálamarkaði.

 Útlánaþök banka eru ígildi hraðahindrana, sem öllum þykja sjálfsagðar til að tryggja umferðaröryggi á vegum. Bönkum má ekki líðast að vaxa landinu aftur yfir höfuð eða hegða sér eins og ríki í ríkinu.

 

Verja fólkið í landinu fyrir ágangi vogunarsjóða og losa um „snjóhengjuna“ svo hægt sé að afnema gjaldeyrishöft

Vogunarsjóðir eiga ekki heima í bankarekstri. Bankar eiga ekki að vera spilavíti. Þegar staða gjaldeyrismálanna liggur fyrir, þarf að finna leið til að losa um „snjóhengjuna“ (nú um 400 milljarða króna eign erlendra kröfuhafa í bönkunum, sem vilja flytja féð úr landi). Sé svo mikið fé flutt úr landi í einum rykk, er líklegt, að gengi krónunnar falli til muna með alvarlegum afleiðingum fyrir kaupmátt og eignastöðu heimilanna. Ein leið til að aftra slíku gengisfalli er að semja við kröfuhafa um uppgjör á löngum tíma. Önnur er að leggja útgöngugjald á úttekt fjárins í gjaldeyri. Fleiri leiðir eru færar til að losna við vogunarsjóðina og undan snjóhengjunni, en engin þeirra er góð.

 Gjaldeyrishöftin standa efnahagslífinu fyrir þrifum og þurfa að víkja, enda samrýmast þau ekki skuldbindingum Íslands innan EES nema sem neyðarráðstöfun. Upptaka evru eða annars erlends gjaldmiðils í stað krónunnar verður aðeins ákveðin í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu (sjá Veraldarvaktina sem birtist innan skamms).

 

Endurskoða ríkisbúskapinn til að halda útgjöldum og almennum sköttum í skefjum

Umbótum í fjármálum ríkisins er hægt að ná fram með uppskurði frekar en niðurskurði. Einstakar risaframkvæmdir þarf að skoða vel, áður en í þær er ráðist. Standa þarf vörð um velferðina og leita jafnframt hagkvæmra lausna með fjölbreytni og skilvirkni að leiðarljósi. Halda þarf aftur af almennri skattheimtu, en afla fjár til almannaþarfa í auknum mæli með auðlindagjöldum og hvalrekasköttum, þ.e. sköttum á skyndigróða vegna sérstakra atvika, t.d. gengisbreytinga. Gera þarf markvissa áætlun um ráðstöfun auðlindagjalda. Hækka þarf skattleysismörk til að bæta hag láglaunafólks. Grynnka þarf á skuldum ríkisins, þar eð vaxtabyrðin vegna skuldanna er nú allt of þung. Finnist olía í íslenskri lögsögu, verður ráðgjöf um meðferð olíuarðsins sótt til Noregs, ekki Nígeríu (sjá Auðlindavaktina sem birtist innan skamms).

 

Stöðugt, gróandi efnahagslíf og hagkvæma verkaskiptingu almannavalds og einkaframtaks

Styrk stjórn peningamála og fjármála ríkisins þarf að miða að fullri atvinnu, lítilli verðbólgu og endurheimt svipaðra lífskjara og annars staðar um Norðurlönd. Keppa þarf að því að skapa ákjósanleg skilyrði til innlendrar og erlendrar fjárfestingar í atvinnurekstri. Í ljósi sögunnar þarf að leggja þunga áherslu á viðnám gegn verðbólgu með því að halda ríkisútgjöldum og útlánum bankanna í skefjum. Mistök í peningastjórn á liðinni tíð kalla á betri peningastjórn, síður á umbyltingu peningakerfisins. Leita þarf leiða til að nýta einkaframtak og frjáls félagasamtök í almannaþágu að norrænum fyrirmyndum, t.d. í heilbrigðis- og menntamálum.

 

Sjálfbært atvinnulíf, engan pilsfaldakapítalisma

Stjórnmál og viðskipti eru óholl blanda. Ríkisvaldið á ekki heima í atvinnurekstri og má ekki heldur hygla eða mismuna atvinnufyrirtækjum og atvinnuvegum. Pilsfaldakapítalismi, þar sem einkaframtakið hirðir ágóðann undir pilsfaldi ríkisins og ríkið ber tapið, á engan rétt á sér. Setja þarf strangar reglur um fjármál stjórnmálaflokka. Svipta þarf hulunni af fjárframlögum fyrirtækja til stjórnmálaflokka aftur í tímann líkt og Rannsóknarnefnd Alþingis afhjúpaði fjárframlög og lán bankanna til stjórnmálamanna og flokka fram að hruni og setja skýrar reglur um slík fjárframlög til framtíðar í samræmi við ákvæði nýrrar stjórnarskrár. Girða þarf með lögum fyrir kennitöluflakk.

 

Frelsi í viðskiptum, frelsi með ábyrgð

Frjálst framtak og frjáls viðskipti innan lands og út á við eru undirstaða gróandi efnahagslífs. Renna þarf styrkum stoðum undir fjölbreytta útflutningsatvinnuvegi, m.a. sprotafyrirtæki og ferðaþjónustu, með réttri gengisskráningu krónunnar án gjaldeyrishafta. Frelsi fylgir ábyrgð. Þeir, sem keyra banka í þrot með lögbrotum, þurfa að sæta ábyrgð að lögum.

 

Skuldavandi heimilanna

Rétta hlut heimilanna með því að færa niður höfuðstól verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána með almennum aðgerðum

Tryggja að skipan húsnæðislána taki mið af ríkjandi reglum um neytendavernd innan EES sem Ísland hefur lögleitt

Gæta jafnræðis milli lántakenda og lánveitenda, m.a. með endurmati eða afnámi verðtryggingar húsnæðislána, og brúa bil kynslóðanna

Verðtrygging fjárskuldbindinga var í upphafi leidd í lög til að hemja óhóflega rýrnun sparifjár vegna langvinnrar verðbólgu. Í framkvæmd hefur verðtryggingin reynst hafa tvo megingalla:

Þegar kaupgjald hækkaði hægar en verðlag, t.d. 2008-10, leiddi verðtryggingin til þess, að skuldir heimilanna uxu hraðar en laun og mörg heimili lentu í greiðsluerfiðleikum.

Vegna viðmiðunar fjárskuldbindinga við verðlag án tillits til kaupgjalds hafa lántakendur borið mesta áhættu vegna lánasamninga og lánveitendur borið litla áhættu.

Við bætast efasemdir lögfræðinga um lögmæti verðtryggingar húsnæðis- og neytendalána eins og hún hefur verið framkvæmd.

Viðmiðun við nýja vísitölu er ætlað að girða fyrir áhrif misgengis kaupgjalds og verðlags á hag heimilanna með því að miða höfuðstól húsnæðislána sjálfkrafa við verðlag þau ár sem kaupgjald hækkar hraðar en verðlag og við kaupgjald þau ár sem kaupgjald hækkar hægar en verðlag. Markmiðið er sanngjörn áhættudreifing milli lánþega og lánveitenda, svo að

Lántakendur skaðist ekki, þegar kaupmáttur launa minnkar (t.d. 1989-90, 1992-94 og 2008-10 og einnig um og eftir 1983);

Lánveitendur haldi sínu, þegar kaupmáttur launa vex, sem er algengast;

Veitt sé færi á, að höfuðstóll verðtryggðra lána verði endurreiknaður á grundvelli nýrrar vísitölu aftur í tímann, t.d. frá og með hruninu 2008, til að rétta hlut heimilanna;

Betra færi skapist á umskipan bankamála og fjármálamarkaðar fram í tímann;

Lántakendum sé frjálst að velja milli lána, sem miðast við nýja vísitölu, og óverðtryggðra lána í skjóli nýrrar lagaverndar lántakenda gegn lánveitendum;

Skilyrði skapist til afnáms verðtryggingar húsnæðis- og neytendalána sem almennrar reglu til samræmis við skipan mála í nálægum löndum.

Aðrar leiðir eru færar að sama marki, t.d. viðmiðun húsnæðislána við verðbólgumarkmið Seðlabankans frekar en við núgildandi verðvísitölu.

Kosti og galla ólíkra leiða og kostnaðinn, sem af þeim leiðir, þarf að vega og meta.

Tryggja verður virka samkeppni á lánamarkaði vegna húsnæðiskaupa, svo að vextir og gjaldtaka lánastofnana geti orðið með svipuðum hætti og í nálægum löndum og lántakendur geti auðveldlega endurfjármagnað lán sín bjóðist betri kjör. Til að auka samkeppnina þarf að lækka verulega kostnað við að flytja viðskipti á milli banka.

Viðurkenna þarf það sjónarmið, að miklar skuldir eru ekki aðeins á ábyrgð lántakandans, heldur einnig lánveitandans. Engum verður gert að bera þyngri skuldabyrði en hann getur borið.

Efnahagsvaktin  -  úr stefnuskrá Lýðræðisvaktarinnar.

http://xlvaktin.is/

 

 


Síldargildran í Kolgrafafirði er manngerð.

Nýleg þverun Kolgrafafjarðar með vegfyllingu og stuttri brú er greinilega misheppnuð framkvæmd.  Vegagerðin verður að hefjast strax handa við lagfæringar og fjarlægja þessa vegfyllingu og byggja brú alla leið þvert yfir fjörðinn. Að öðrum kosti er ljóst að sambærilegir atburðir munu endurtaka sig ítrekað.

Síldargildran í KolgrafarfirðiÁ síðustu tveim mánuðum er ætlað að í Kolgrafafirði hafið farist í tvígang um 30.000 tonn af síld og meðafli. Það gera um 60.000 tonn í allt eða 60.000.000 kg. Ef kílóið er metið á 100 kr. þá hefur þarna orðið tjón upp á 6 milljarða. Að gera brú þarna yfir kostar væntanlega minna en þetta tjón.

Þar fyrir utan er ekki forsvaranlegt út frá umhverfis- og mannúðarsjónarmiðum að hafa þessa dauðagildru þarna áfram. Þarna verður að fara strax í úrbætur.

Myndin er tekin af Google Earth og sýnir nýlega þverun Kolgrafafjarðar með vegfyllingu og stuttri brú. Með þessari vegfyllingu þá er fjörðurinn ekkert annað en ein stór gildra fyrir allan fisk sem þangað ratar inn. Auðvelt er að sjá fyrir sér hvað gerist þegar stórar síldartorfur ganga þarna inn. 


"Steingrímur HLÝTUR að segja af sér", sögðu þeir á dekkjaverkstæðinu í dag.

Með þessum fullnaðarsigri í Icesave málinu fyrir EFTA dómstólnum þá er verið að fella mesta áfellisdóm yfir íslenskum stjórnvöldum sem þau hafa nokkurn tíma hlotið.

2012_05_15_EOS60D_6742Krafa um afsögn flokksformannanna þriggja, Steingríms J Sigfússonar, Jóhönnu Sigurðardóttur og Bjarna Benediktssonar, formanna þeirra þriggja flokka sem studdu Icesave samningana og veittu þeim brautargengi á Alþingi, þessi krafa hlýtur nú að bergmála um allar byggðir landsins.

Hún er sanngjörn, krafan um afsögn þeirra ráðherra og þingmanna sem með blekkingum, yfirhylmingum og hótunum reyndu ítrekað að leiða þjóðina í það fjárhagslega öngstræti sem Icesave samningarnir voru. Fjárhagslegt öngstræti þar sem sökkva átti íslenskri þjóð í botnlausar skuldir næsta mannsaldurinn.

  • Verum minnug þess að Icesave 2 hefði kostað þjóðina 507 ma. að mati Dr. Jóns Daníelssonar + 670 ma. í ríkisábyrgð.
  • Verum minnum þess að Icesave 3 hefði kostað þjóðina 80 til 330 ma. skv. AGS + 670 ma. í ríkisábyrgð.
  • Dómstólaleiðin kostað hins vegar þjóðina 0 til 140 ma. að mati InDefence. (Landsframleiðslan er um 1.500 ma. og rekstur Landsspítalans 38 ma.)

Icesave málinu líkur svo, fyrir tilstuðlan almennings og forsetans, fyrir dómstólum með því að Icesave mun ekki kosta þjóðina krónu.

Gerum okkur grein fyrir því að ef Neyðarlögin hefðu verið dæmd ólögleg þá væru innistæður ekki forgangskröfur í búi Landsbankans. Lítið sem ekkert af fjármunum Landsbankans hefði þá verið til ráðstöfunar til innistæðueigenda í bankanum og upp í Icesave.

Glæpur stjórnvalda og Alþingis gagnvart þjóðinni var að samþykkja ríkisábyrgð á þessa Icesave samninga upp á um 670 ma. án þess að fyrir lægi dómur Hæstaréttar að Neyðarlögin myndu halda.

Ef neyðarlögin hefðu verið dæmd ólögleg í Hæstarétti og Alþingi búið að veita ríkisábyrgð á Icesave samningunum þá hefðu fallið um 670 ma. á þjóðina. 670 ma. sem þjóðin hefði orðið að greiða með gjaldeyrir úr eigin vasa því lítið sem ekkert hefði þá fengist úr þrotabúi Landsbankans upp í Icesave.

  • Aldrei áður hefur verið gamblað með þessum hætti með fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.
  • Það að Alþingi samþykkti Icesave samningana án þess að fyrir lægi hvort Neyðarlögin héldu var ekkert annað en glæpur gegn þjóðinni.

Það að íslensk stjórnvöld skuli hafa látið undan ólögvörðum og ólöglegum kröfum Breta og Hollendinga í málinu og að íslensk stjórnvöld skuli hafa verið tilbúin til þess að fórna fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar til að koma til móts við þessar ólögmætu kröfur var og er vítavert. 

Þjóðarleiðtogar sem afvegaleiða þjóðir sínar með þeim hætti sem afhjúpað var í dag með þessum dómi EFTA dómstólsins, slíka ráðherra  á að draga fyrir Landsdóm og slíka þingmenn á þjóðin að losa sig við hið snarasta af þingi.

Þó Icesave málinu sé lokið fyrir EFTA dómstólnum þá er þessu máli ekki nærri lokið. Kjósendur eiga eftir að kveða upp  sinn dóm í þessu máli. Þeir kjósendur sem í tvígang bitu af sér hótanir og blekkingar núverandi stjórnvalda í þessu máli munu án efa velja aðra leiðtoga en Þá sem nú sitja til að leiða þetta samfélag á komandi árum.

Já, það er örugglega á fleiri stöðum en á dekkjaverkstæðinu í Reykjavík sem ég heimsótti um hádegisbilið í dag, þar sem kallað er eftir afsögn þeirra sem reyndu að knésetja þjóðina með því að gera skuldir einkaaðila að skuldum íslenskra skattgreiðenda.

 

Mynd: Íslenski fáninn á Plaza del Sol í Madrid, maí 2012.

 

 


mbl.is Ísland vann Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur "mainstream" flokkur í íslenskum stjórnmálum.

2012_05_15_EOS60D_6742Fyrir utan niðurstöðu kosninganna um tillögur Stjórnlagaráðs þá eru stærstu tíðindi þessara kosninga þær að Sjálfstæðisflokkurinn virðist alveg hafa tapað áttunum í íslensku samfélagi. 

Það hlýtur að vera óumdeilt að eftir þessar kosningar er Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur "mainstream" flokkur í íslenskri pólitík.

Þegar flokkurinn og forystumenn hans beita sér gegn tillögum Stjórnlagaráðs, tillögum sem afgerandi meirihluti þjóðarinnar styður, að ekki sé minnst á ákveðnar spurningarnar eins og um auðlindirnar sem hátt í 80% þjóðarinnar styður, þá er ljóst að flokkurinn er kominn út á kant í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurin fékk tæp 24% fylgi í síðustu kosningum. Það er ljóst að þrátt fyrir áskoranir forystumann flokksins að þjóðin hafni öllum tillögum stjórnlagaráðs þá er í þessum kosningum ekki einu sinni þetta 24% fylgi að skila sér.

Stóru fréttirnar er í raun þær að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki stjórnað þessu 24% fylgi sínu. Miðað við hvernig þjóðin svaraði spurningunum 6 þá er ljóst að kjarnafylgi Sjálfstæðisflokksin, það er þeir sem kjósa blint eftir flokslínunni, það fylgi er komið niður í 10% til 15%.

Frá því Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 1929 hefur honum alltaf tekist að vera "mainstream" flokkur í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðisflokknum hefur alltaf tekist að vera í sigurliðinu.

  • En ekki núna.
  • Og ekki þegar fyrrverandi formaður flokksins var dæmdur af Landsdómi fyrir stjórnarskrárbrot.
  • Og ekki í Icesave málinu þegar flokkurinn snérist á síðustu stundu á sveif með Steingrími J gegn þjóðinni og heimtaði að þjóðin samþykkt Buchheit samninginn.
  • Og ekki í síðustu Alþingiskosningum þegar flokkurinn fékk sína verstu útreið frá stofnun flokksins og missti í fyrsta sinn í sögu sinni sæti sitt sem stærsti flokkur landsins.
  • Og ekki í málinu um Fjölmiðlalögin 2004 sem forsetinn hafnaði, lög sem komu aldrei til þjóðaratkvæðagreiðslu en urðu svo til þess á endanum að Davíð Oddson hraktist úr pólitík.

Í raun má segja að síðasta áratuginn þá hafi Sjálfstæðisflokkurinn verið "LOSERINN" í íslenskri pólitík.

Niðurstöður kosninganna um tillögur Stjórnlagaráðs staðfesta með skýrum hætti og háum bjölluhljóm að sú staða flokksins hefur bara styrkst. 

Það er eftir öðru að forystumenn flokksins heyra ekki þennan bjölluhljóm.

Dapurlegur er málflutningur forystumanna Sjálfstæðisflokksins þegar þeir skýla sér á bak við þá kjósendur sem létu sig málið ekki varða og mættu ekki á kjörstað og til atkvæða þessa litla minnihluta sem kaus á móti tillögum Stjórnlagaráðs.

Hvenær hefur það áður gerst í sögu Sjálfstæðisflokksins að formaður flokksins grípi til atkvæða sem ekki voru greidd og til atkvæða afgerandi lítils minnihluta þjóðarinnar til að afsaka skilningsleysi sitt og flokksins á vilja þjóðarinnar?

Að óbreyttu býður Sjálfstæðisflokksins ekkert annað en áframhaldandi einangrun á íslenska kjósendamarkaðnum.

 

Dapurlegir eiga þeir eftir að vera, komandi dagar, fyrir þennan hóp sífellt fækkandi Sjálfstæðsmanna sem styðja flokkinn og núverandi forystumenn hans. Sem styðja flokk og forystumenn sem skynja ekki lengur hjartslátt þjóðar sinnar.

 

Mynd: Puerta del sol, Madri, 15. mai 2012.

 


mbl.is 73,7% sögðu já í Reykjavík norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drífið ykkur að kjósa lömbin mín. Ekki sitja heima eins og sauðir.

Ég geri orð félaga míns, Arnars Sigurðssonar arkitekts að mínum: 

Örn Sigurðsson

 

 

 "Ég styð tillögur stjórnlagaráðs þar sem íslenskur almenningur fær nú að kjósa í dag með jöfnu vægi atkvæða. Ég hef þegar greitt atkvæði og sagt JÁ í þessum mikilvægustu kosningum á minni ævi."

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Yfir 30% í SV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna Sigurðardóttir mesti stjórnmálaleiðtogi okkar tíma?

Þó ég hafi aldrei verið stuðningsmaður Jóhönnu Sigurðardóttur þá er ljóst að þegar litið er yfir feril hennar í íslenskum stjórnmálum þá fer þar líklega einn farsælasti stjórnmálaleiðtogi okkar tíma. Jóhanna mun næsta vor hverfa úr íslenskum stjórnmálum eftir 35 ára þingsetu, þar af sem ráðherra í 14 ár og þarf af sem forsætisráðherra í 4 ár, fyrst íslenskra kvenna.

Til samanburðar má nefna að Davíð Oddson sat 14 ár á þingi, var ráðherra í 14 ár, þar af 12 sem forsætisráðherra.

Takist ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að koma breytingum á stjórnarskránni í gegn og færa þjóðinni þær miklu lýðræðisumbætur sem því fylgja þá er ég sannfærður um að Jóhönnu Sigurðardóttur mun verða minnst sem eins af okkar allra mikilhæfustu stjórnmálaleiðtogum. Verði þessar breytingar á stjórnrskránni að veruleika þá spái ég því að þessarar ríkisstjórnar mun á komandi árum fyrst og fremst verða minnst fyrir þetta framlag sitt, að hafa breytt stjórnarskránni og staðið fyrir þeim miklu lýðræðisumbótum sem nýju stjórnrskránni fylgja. 

Ekki má heldur gleyma því að undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ríkisstjórnin gert löngu tímabærar breytingar á stjórnsýslunni með sameiningu ráðuneyta og endurskipulagningu þeirra verkefna sem þau fást við. Bara sú breyting er eitthvað sem þeir aðrir forsætisráðherrar sem setið hafa að völdum síðasta aldarfjórðung höfðu ekki til að bera það sem þurfti til að fara í slíka uppstokkun á ráðuneytunum. Hvað þá að þeir aðrir forsætisráðherrar sem hér hafa setið síðasta aldarfjórðunginn hefðu getað gert þær breytingar á stjórnarskránni sem nú stendur til að gera.

Í þessu samhengi þá ber líka að horfa til þess að þeir aðrir forsætisráðherrar sem hér hafa setið síðasta aldarfjórðunginn, þeir hafa setið í miklum og öruggum þingmeirihluta á miklum framfaratímum. Þeirra stærsta og nánast eina verkefni þessi síðustu 25 ár var að leggja fram fjárlög einu sinni á ári. Þegar litið er til baka þá stendur lítið eftir þessa forsætisráðherra annað en þessi fjárlög, samningurinn um EES, bjöguðu lög um kvótakerfið, mislukkuð einkavæðing nokkurra ríkisfyrirtækja, þar á meðal bankana og ein virkjun fyrir austan.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur setið forsætisráðherrastólinn á einum alverstu krepputímum sem gengið hafa yfir Íslenska þóð, á krepputímum þar sem hver stjórnarþingmaðurinn af öðrum hefur ekki þvolað ágjöfina og álagið og hoppað frá borði  og flúið í skjól. Stöðugt hefur verið að kvarnast úr áhöfninni og Jóhanna Sigurðardóttir því stærstan hluta kjörtímabilsins stýrt ríkisstjórn sem hefur verið með mjög tæpan meirihluta. Allar líkur eru samt á því að Jóhönnu Sigurðardóttur takist að koma ríkisstjórninni í gegnum þá 8 mánuði sem eftir lifa af kjörtímabilinu og hefur þar með komið ríkisstjórninni og þjóðinni í gegnum verstu kreppuárin.

Og þó ég hafi aldrei kosið Jóhönnu Sigurðardóttur þá ber að virða það sem vel er gert.


mbl.is Jóhanna ætlar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðlindir Íslands takmarkaðar og geta ekki staðið undir bættum lífskjörum?

Ætlum við að fylgja eftir nágrönnum okkar í Norður Evrópu í lífskjörum þá er ljóst að til þurfa að koma nýjar lausnir og ný hugsun. Þessi lönd hafa flest náð því að stækka hagkerfi sín á síðustu árum þannig að hagkerfi þeirra eru orðin stærri en var árið 2007. Þannig er staðan hreint ekki á Ísland.

Hagvöxtur síðustu tuttugu ára er horfinn og við erum í sömu stöðu og árið 1990, það er landsframleiðslan er sú sama og 1990, mælt í dollurum á föstu verðlagi. Sjá hér.

Margir vilja halda því fram að náttúruauðlindir Íslands séu líklegar til þess að bera uppi þá aukningu í hagvexti og lífskjörum sem þarf til ætlum við að fylgja lífskjörum í Norður Evrópu eftir. En er það svo?

  • Uppsett afl á Íslandi er um 2.000 MW. Það samsvarar einum ofni í nýlegri gerð af kjarnorkuveri. Villtustu draumar Landsvirkjunar ganga út á það að tvöfalda þessa orkugetu. Það þýðir í hinum stóra heimi að Landsvirkjun langar til að byggja sem samsvarar einum kjarnaofni. Ef þessa orku á síðan að selja til álfyrirtækja og í annan iðnað sem greiðir lægsta raforkuverð í heimi þá er er afraksturinn af þessum "tveim kjarnaofnum" ákaflega takmarkaður og ekki líklegur til að standa undir mikilli aukningu á lífskjörum launafólks á Íslandi.
  • Gjaldeyristekjur af sjávarútvegi eru um 150 ma sem er um 10% af landsframleiðslu sem er um 1.500 ma. Aukinn þorskafli og 20% til 30% auknar tekjur í sjávarútvegi skiptir auðvita máli en breytir litlu í stóru myndinni. Landsframleiðsla myndi þá aukast um 2% til 3%. Þar fyrir utan eru þessar tekjur eins og allar tekjur af veiðum mikilli óvissu undirorpnar. Að við sem þjóð ætlum að halda því áfram að byggja afkomu okkar að miklu leiti á veiðum er óásættanlegt gambl. 
  • Ferðaþjónustan er um allan heim láglaunagrein. Að bera fram mat og búa um rúm eru láglaunastörf. Aukning í ferðajónustu er því bæði jákvæð og neikvæð. Það sem er neikvætt við hana er að með aukningu í ferðaþjónustu þá höfum við verið að fjölga láglaunastörfum á Íslandi. Það á ekki að vera okkar langtíma markmið að fjölga hér láglaunastörfum.

Helstu arvinnuvegir okkar sem byggja á nýtingu auðlinda landsins, orku, fiski og náttúrufegurð eru ekki líklegir til þess að stækka mikið hagkerfi Íslands á næstu 10 árum og alls ekki þannig að kaupmáttur launa í evrum og dollurum aukist um 100% og almenn lífskjör batni svo að við getum boðið sömu lífskjör og á hinum Norðurlöndunum.

Nei, hér þurfa að koma til nýjar leiðir og ný hugsun.

Og við vitum og þekkjum öll hverjar þær leiðir eru og hver sú nýja hugsun er.

  • Hættum að miða allt okkar samfélag og efnahagsaðgerðir við að Ísland sé verstöð og hráefnisútflytjandi. Land sem byggir afkomu sína á því að selja vinnu láglaunafólks.
  • Hættum því að láta gjaldmiðilinn og efnahagsástandið sveiflast eftir því hvernig gengur í sjávarútvegi. 
  • Hættum þessu og skilgreinum okkur sem tæknivætt iðnaðarsamfélag sem ætlar og mun byggja afkomu sína á því selja út vinnu hátekjufólks.

Veljum sömu leið og þjóðir Norður Evrópu völdu.

Vel má vera að hagsmunum íslenskra útvegsmanna sé betur borgið utan ESB.

  • Áttum okkur á því að hagsmunir launafólks eru ekki þeir sömu og hagsmunir íslenskra útvegsmanna.
  • Áttum okkur á því að íslenskir útvegsmenn og núverandi efnahagsstefna sem hafnar aðild að ESB mun aldrei geta boðið upp á sömu lífskjör og tíðkast á hinum Norðurlöndunum.

Að óbreyttu bíður okkur ekkert annað en einangrun og fátækt.

www.lydfrelsisflokkurinn.net


mbl.is Aflinn minnkar um 25,7% á milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einangrun og fátækt hlutskipti okkar Íslendinga næstu áratugi?

Í mínum huga skiptir litlu hvort heldur Seðlabankinn hefur rétt fyrir sér eða Heiðar Már Guðjónsson þegar kemur að mati á því hvort kaupmáttur launa sé eins og var fyrir tæpum áratug eða tveim áratugum.

  • Raunveruleikinn er sá að við Íslendingar höfum tapað ávinningi allra launahækkana síðustu eins til tveggja áratuga í því hruni sem hér varð í boði fjórflokksins.
  • Raunveruleikinn er sá að við verðum að öllu óbreyttu föst í þessari láglaunagildru í a.m.k. einn til tvo áratugi.

Launahækkanir síðustu ára gera varla að halda í við verðbólguna. Frá hruni hefur því lítill sem engin kaupmáttaraukning orðið. Landið er lokað inni í gjaldeyrishöftum sem engin sér fyrir endann á. Að óbreyttu mun það taka á annan áratug að greiða út þær erlendu innistæður sem streymdu hér inn í landið í formi Jöklabréfa og vegna þess mikla vaxtamunar sem hér var í boði á árunum fyrir hrun. Hávaxtastefnu sem keyrði um þverbak í ríkisstjórnartíð Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Gengið og þar með launin eru stillt þannig af að tryggt er að vöruskiptajöfnuðurinn er hagstæður um tugi milljarða á mánuði. Þannig er hægt að standa við umsamdar afborganir af erlendum lánum og borga eitthvað út af erlendu innistæðunum eftir hávaxtaævintýri ríkisstjórnar Geirs Haarde. Þannig þarf staðan að vera a.m.k. næstu 15 árin ætli þjóðin sér að komast út úr sukkinu frá árunum fyrir hrun. 

Á sama tíma og vöruskiptajöfnuðurinn er þetta hagstæður hefur fjárfesting í atvinnulífinu verið í sögulegu lágmarki. Það þýðir að framundan er stöðnun og áframhaldandi kaupmáttarrýrnun.

Í mínum heimi þá þarf að fara rúman aldarfjórðung aftur í tímann, til áranna fyrir 1990, til að finna sambærilega stöðu og launafólk á Íslandi er í gagnvart nágrönnum okkar á hinum Norðurlöndunum. 1988 fór ég í mitt fyrsta byggingaverkefni á Grænlandi. Ég man hvað það kom illa við mig þegar ég áttaði mig á því að íslensku verkamannalaunin sem við vorum þá að greiða okkar mönnum voru um helmingi lægri en grænlensku fiskverkakonurnar voru með. Þá eins og nú eru greidd dönsk laun á Grænlandi.

Nú aldarfjórðungi síðar þá er staðan því miður ekkert betri en þá. Lágmarkslaun byggingaverkamanna á Íslandi, 6 flokkur, eftir 7 ára starf er 1.065 íkr/t.

Samsvarandi lágmarkslaun í Danmörku eru 108 ddk/t eða 2.376 íkr/t. Í Noregi eru samsvarandi lámarkslaun 187 nok/t eða 3.927 íkr. Skatthlutfall og skattar eru sambærilegir og hér.

  • Í samanburði við hin Norðurlöndin þá er almennt launafólk á Íslandi í dag að minnsta kosti aldarfjórðungi á eftir hinum Norðurlöndunum í lífskjörum.  
  • Í samanburði við hin Norðurlöndin þá býr íslenskt láglaunafólk við fátækt.

En þetta er "íslenska leiðin", leiðin sem miðar að því að hagsmunir íslenskra útvegsmanna eru látnir hafa allan forgang þegar kemur að stjórn efnahagsmála.

Íslenska leiðin er samfélag fátækts verkafólks og modríkra útgerðarmanna. Samfélagi sem er haldið í eins mikilli einangrun og hægt er frá tæknivæddustu og ríkustu löndum heims, okkar næstu nágrönnum í Norður Evrópu.

 

Er ekki kominn tími á breytingar og uppbyggingu?

www.lydfrelsisflokkurinn.net

 


mbl.is Staða launa eins og 2004
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave í góðum farvegi og í raun lokið

Eftir að Hæstiréttur staðfesti að neyðarlögin halda þá þarf ekki að hafa frekari áhyggjur af þessu Icesave máli.

Þrotabú Landsbankans stendur eftir þann dóm 100% til ráðstöfunar til að tryggja lágmarksinnistæður á Icesave reikningunum. Talið er að um 1.200 ma. séu í þrotabúinu. Það kostar um 675 ma. að tryggja þessar lámarksinnistæður sem dómsmálið fyrir ESA gengur út á. Þegar er búið að greiða Bretum og Hollendingum stóran hluta þessa fjár.

  • Töpum við dómnum og Íslendingar dæmdir til að tryggja þessar lámarksinnistæður þá heldur þrotabú Landsbankans áfram að borga eins og þrotabúið er að gera í dag, skv. neyarlögunum.
  • Vinnum við málið og Ísland sýknað af því þeirri kröfu að ríkið hafi átt að tryggja þessar lágmarksinnistæður þá borgar þrotabúið þessar lágmarksinnistæður út eftir sem áður, skv. neyðrlögunum.

Það skiptir því litlu máli hvernig þessi dómur fer fyrir okkur skattgreiðenur. Það mun ekki falla króna á ríkissjóð vegna þessa dóms, hvernig svo sem hann fer.

Icesave samningarnir gengu hins vegar út á það að við áttum að fá 51% af þrotabúinu (Bretar og Hollendingar rest). Samningurinn gekk út á það að þessi 51% af þrotabúinu dugðu ekki fyrir lágmarkstryggingunni þ.e. til að greiða þessa 675 ma. Þess vegna þurftu að koma til beinar greiðslur úr ríkissjóði. Auk þessi vildu Bretar og Hollendingar vexti.

Glæpamennskan við Icesave samningana var að ætla að veita ríkisábyrgð á Icesave samninginn og veita Bretum og Hollendingum þar með ríkisábyrgð upp á 675 ma. án þess að það lægi fyrir að neyðarlögin héldu. Ef neyðarlögin hefðu ekki haldið þá væri þrotabú Landsbankans í dag ekki til ráðstöfunar til að tryggja þessar innistæður. Þá hefðu fallið 675 ma. + vextir á ríkissjóð samkvæmt Icesave samningnum og þar með á okkur skattgreiðendur. Þá væri íslensk þjóð í mjög erfiðum málum í dag.

Tapi ríkið málaferlunum fyrir ESA dómstólnum þá var rætt á sínum tíma um mögulegt skaðabótamál Breta og Hollendinga á hendur íslenska ríkinu í kjölfar þess dóms. Eftir að dómur Hæstiréttar féll um að neyðarlögin halda þá eru slík málaferli ólíkleg og það að Bretar og Hollendingar vinni slíkt mál fyrir Hæstirétti enn ólíklegra. Það mál mundi þá bara snúast um vexti vegna þeirra fjármuna sem Bretar og Hollendingar lögðu fram til að tryggja þessar lágmarksinnistæður á sínum tíma. Ef slíkt mál fer í gang verður þrotabúið væntanlega búið að greiða Bretum og Hollendingu þessa 675 ma.

Fari slíkt mál af stað þá er það Hæstaréttar að úrskurða hverjar hæfilegar vaxtagreiðslur eigi að vera eigi þær yfir höfuð að vera einhverjar. Í versta falli þá verða vaxtagreiðslurnar þær sömu og kveðið var á um í Icesave samningnum. Engar líkur eru á að Hæstiréttur fari að dæma hærri vexti.

Þó allt fari á allra versta veg þá erum við samt í betri stöðu en hefðum við samþykkt Icesave samninginn vegna þess:

  • að ríkissjóður er í dag ekki lestaður með 675 ma. ríkisábyrgðum með samsvarandi lakari lánshæfismati fyrir ríkisjóð og þar með sveitarfélög og fyrirtæki landsins
  • að þrotabúið á fyrir lágmarkstryggingunni, þessum 675 ma. og engin þörf er á aðstoð ríkisins til að greiða þetta út
  • að kostnaður vegna mjög langsótts skaðabótamáls Breta og Hollendinga á hendur ríkinu í kjölfar taps fyrir ESA dómstólnum endar í versta falli með sömu vaxtagreiðslum og ef við hefðum samþykkt samninginn.

 

Það er löngu tímabært að fylgisfólk Icesave samningana geri sér grein fyrir því að þessu Icesave máli er í raun lokið og löngu tímabæt að þessi minnihluti þjóðarinnar fari að sættast við meirihlutann fyrir að hafa hafnað þessum nauðasamningum.

 


Lýðræðisumbætur forsetans endanlega festar í sessi.

Með þessari niðurstöðu forsetakosninganna þá er þjóðin að samþykkja þær breytingar sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert á forsetaembættinu í forsetatíð sinni.

Með þessari niðurstöðu forsetakosninganna þá er ljóst að þjóðin telur forsetann ekki hafa farið út fyrir valdsvið sitt í athöfnum sínum og orðum á undanförnum árum. 

Með þessari niðurstöðu forsetakosninganna þá hefur forsetinn endanlega fest í sessi það beina lýðræði sem felst í málskotsréttinum. 

Með þessari niðurstöðu forsetakosninganna þá hefur þjóðin endanlega fest í sessi þær lýðræðisumbætur sem Ólafur hefur staðið fyrir í forsetatíð sinni.

Þessi niðurstaða er þar fyrir utan enn eitt áfallið fyrir ríkisstjórnina. Enn á ný sannast að þessi ríkisstjórn gengur ekki í takt við íslenskt samfélag. 

Ömurlegt er til þess að hugsa að gömlu hrunaráðherrarnir Jóhanna og Össur skuli nú tæpum fjórum árum eftir hrun enn sitja við völd og skuli enn vera að eyðileggja og skemma fyrir íslenskri þjóð.

Sem betur fer tókst skemmdarvörgum hrunsins ekki líka að eyðileggja forsetaembættið í þeirri mynd sem það er í dag. Það var reynt með því að blása til mótframboðs sem ætlað var að fella forsetann í kosningunum í gær og færa embættið aftur í þann farveg sem það var í tíð Vigdísar Finnbogadóttur. Þar með væri hægt að segja með því að Ólafur var hraktur úr embætti þá hafi þjóðin hafnað þeim breytingum sem Ólafur gerði á forsetaembættinu í forsetatíð sinni. 

Vonandi að þjóðin reki endanlega af höndum sér í Alþingiskosningunum næsta vor það fólk sem sat í ríkisstjórn og á Alþingi í aðdraganda hrunsins, fólkið sem ber pólitíska ábyrgð á hruninu og því gríðarlega fjárhagslega tjóni sem hér varð hjá lífeyrissjóðunum, fyrirtækjunum og einstaklingunum.

 

 www.lydfrelsisflokkurinn.net

 

 


mbl.is Ólafur hlaut 52,78% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grikkir hafna "Íslensku leiðinni", leið einangrunar og fátæktar

Meirihluti Grikkja hafnaði "Íslensku leiðinni" í grísku þingkosningunum á þjóðhátíðardegi Íslendinga.

Það er ljóst að skynsemin hefur náð yfirhöndinni í Grikklandi og þeir valið áframhaldandi samstarf við Evrópusambandið. Grikkir hafa þar með hafnað "Íslensku leiðinni", leið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa haft forystu um að fara hér heima.

Grikkir þekkja það vel að vera með ónýtan gjaldmiðil eins og við Íslendingar því þeir hafa einungis haft evruna í 6 eða 7 ár.

Þeir vita því nákvæmlega hvað felst í "Íslensku leiðinni" annars vegar og hins vegar hvað felst í því að vera með evru og vera þátttakandi í efnahagssamstarfi Evrópuríkjanna.

Niðurstaðan er einföld -  Grikkir hafna því að fara "Íslensku leiðina".

Eftir stöndum við Íslendingar, einangruð útkjálkaþjóð og höldum að við getum staðið utan ESB með eigin gjaldmiðil eins og ríkasta land Evrópu, olíuríkið Noregur  -  þvílík blekking.

Löngu er tímabært að launafólk taki í taumana og hugi að eigin hagsmunum og hætti að láta ruglaða hugmyndafræði og hagsmuni LÍÚ stjórna þessum málum.


mbl.is Nýtt lýðræði sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótframboðum gegn forsetanum er ætlað að rústa embættinu í núverandi mynd.

Þegar þjóðin hefur kallað þá hefur núverandi forseti orðið við því kalli.

Þessi framboð nú og ekki síst framboð Þóru gegn sitjandi forseta er einsdæmi í sögunni. Þessum framboðum er stefnt gegn forsetanum og þeim embættisfærslum hans þegar forseti hefur svaraði kalli þjóðarinnar og tekið hagsmuni þjóðarinnar fram fyrir hagsmuni Alþingis.

Ef sitjandi forseti verður felldur í komandi kosningum þá munu andstæðingar forsetaembættisins líta á það sem áfellisdóm yfir embættisfærslum forsetans og segja að þjóðin hafi hafnað því að forsetaembættinu sé beitt með þeim hætti sem gert hefur verið og málskotsrétturinn virkjaður.

Ef sitjandi forseti verður felldur í komandi kosningum þá munu þær lýðræðisumbætur sem forsetinn hefur staðið fyrir að engu verða og þjóðin mun glata málskotsrétti sínum næsta mannsaldurinn því engin forseti mun þvora að beita málskotsréttinum af ótta við að flokkarnir á Alþingi blási þá upp mótframboð gegn honum. Það er líka einsdæmi að formaður og varaformaður Samfylkingarinnar hafa opinberlega líst andstöðu sinni við forsetann og hvatt til mótframboðs gegn honum. Munu formenn flokkanna í framtíðinni stilla komandi forsetum upp við vegg og segja: Ef þú samþykkir ekki þessi lög / samninga þá minni ég á hvernig fór fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni og hvernig hann var hraktur úr embætti?

Þingið hefur alla tíð viljað svipta forsetann málfrelsi og hafa hann í stofufangelsi á Bessastöðum og þannig ráðskast að eigin geðþótta með völd forsetaembættisins, völd sem þjóðin á samkvæmt stjórnarskrá og úthlutar til þess sem hún velur til forseta á fjögurra ára fresti. Þegar ástandið er þannig að forsetinn situr í stofufangelsi á Bessastöðum sviptur málfrelsi, þegar ástandið er þannig þá segja þingmenn gjarnan að forsetinn sé "sameiningartákn þjóðarinnar" og um leið og þeir segja þetta þá brosa þeir gjarnan.

Við eigum að standa vörð um það beina lýðræði sem stjórnarskráin veitir almenningi á Íslandi. Þess vegna eigum við að standa vörð um forsetaembættið. Það á ekki að rýra völd þess með því að setja embættinu einhverjar siðareglur eða takmarka á annan hátt þau völd sem stjórnrskráin felur þjóðinni, völdum sem þjóðin ráðstafar í beinni kosningu á fjögurra ára fresti. Ef forseti fer út fyrir valdsvið sitt eða hagar sér ósæmilega að mati þjóðarinnar þá kýs þjóðin sér einfaldlega nýjan forseta.

Mótframboð gegn sitjandi forseta nú er ætlað að rústa forsetaembættinu í þeirri mynd sem það er í dag til þess að flokkarnir og formenn þeirra haldi þeim völdum sem þeir eitt sinn höfðu.

Verði Ólafur Ragnar Grímsson hins vegar endurkjörinn forseti þá verða þær lýðræðisumbætur sem hann hefur komið hér á með því að virkja málskotsréttinn endanlega festar í sessi.


mbl.is Ólafur Ragnar með 58%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískt uppgjör á glæpum gegn þjóðinni verður í þingkosningunum að ári.

Með útgáfu Rannsóknarskýrslu Alþingis og dómnum yfir þáverandi forsætisráðherra, Geir Haarde, þá er uppgjöri fjórflokksins á hruninu lokið.

Eftir er hinsvegar pólitískt uppgjör kjósenda á þeim glæpum sem fjórflokkurinn vann gegn þjóðinni í aðdraganda hrunsins og í kjölfar þess. Það uppgjör bíður þingkosninganna að ári.

Í því pólitískta uppgjöri kjósenda við fjórflokkinn þá verður ákært fyrir eftirfarandi glæpi og þjóðinni gefst í þingkosningunum kostur á að fella sýknu- eða sektardóm yfir fjórflokknum.

2012_05_15_EOS60D_6742Glæpur fjórflokksins nr. 1 gegn þjóðinni er þegar Lýðveldið Ísland var skuldsett í þrot í aðdraganda hrunsins í misheppnuðum tilraunum fjórflokksins að bjarga gjaldþrota bönkum landsins. Öll lán sem buðust voru tekin og allir fjármunir sem til voru var ausið í bankana, banka sem fjórflokkurinn vissi að voru gjaldþrota, banka sem fjórflokkurinn vissi á þessum tíma að var ekki hægt að bjarga. Svo langt gekk fjórflokkurinn í þessari skuldsetningu að Lýðveldið Ísland endaði í höndum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Glæpur fjórflokksins nr. 2 gegn þjóðinni er setning neyðarlaganna sem er mesti þjófnaður sem framinn hefur verið í Evrópu frá stríðslokum og fólgst í því að tryggja innistæður langt, langt umfram innlendar og alþjóðlegar skuldbindingar og nota til þess fé erlendra lánadrottna gömlu bankana. Þrot íslensku bankana er þriðja stærsta gjaldþrot í heimi. Ofaní þetta stóra gjaldþrot kom setning neyðarlaganna en með þeim þjófnaði fór Lýðveldið Ísland á lista yfir mestu "bananalýðveldi" heimsins. Fjölmargar lánastofnanir munu ekki lána til landsins næstu áratugina og allar þær lánveitingar sem fást næsta aldarfjórðunginn verða með sérstöku "Íslandsálagi". Það versta er að mannorð okkar Íslendinga var eyðilagt í heilan mannsaldur í þeim tilgangi að bæta auðmönnum Íslands það tjón sem þeir urðu fyrir þegar innistæður þeirra töpuðust í gjaldþroti bankana. (2% innistæðueigenda áttu 95% af innistæðunum, ath í samræmi við fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðanna áttu þeir mjög lítið af innistæðum í bönkunum).

Glæpur fjórflokksins nr. 3 gegn þjóðinni er þegar fjórflokkurinn reyndi ítrekað að fá Lýðveldið Ísland til að gangast í ábyrgðir fyrir skuldum Landsbankans og samþykkja svonefnda Icesave samninga, samninga sem tengjast beint neyðarlögunum, þannig að þjóðin tryggði, þvert á lög og reglur, að fullu þær innistæður sem innistæðueigendur töpuðu í gjaldþroti Landsbankans. (Málið sem er í dag fyrir ESA gengur út á það hvort Íslandi / ríkissjóði beri að tryggja lágmarksfjárhæð, 20.887 evrur per reikning eða ekki. Það kostar þrotabú Landsbankans 650 ma og innistæða er til fyrir þeirri upphæð. Engin hjá ESA er að tala um að Ísland eigi að tryggja allar innistæður í gamla Landsbankanum að fullu eins og Icesave samningarnir gengu út á. Icesave 3 hefði kostað þrotabú Landsbankans / þjóðina a.m.k 1.300 ma.)

Í næstu þingkosningum gefst þjóðinni tækifæri að gera upp þessi glæpaverk fjórflokksins gegn þjóðinni með því að kjósa til valda nýja flokka og nýtt fólk og hefja sókn til nýrrar velsældar á grunni nýrrar stjórnarskrár.

www.lydfrelsisflokkurinn.net

Mynd: Mótmæli 15. maí 2012 á Puerta del Sol, Madrid


Íslenski fáninn í miðpunkti "búsáhalda-mótmælanna" í Madrid í dag.

Er það búsáhaldabyltingin sem steypti ríkistjórinni, ríkistjórn sem tók öll þau lán sem hægt var að taka 2012_05_15_EOS60D_6742út á lýðveldið Ísland og skuldsetti með því ríkisjóð  / almenning upp í rjáfur næstu ártugina ásamt því að setja Seðlabanka landsins í gjaldþrot í misheppnuðum tilraunum sínum að bjarga gjaldþrota bönkum landsins, bönkum sem ríkistjórnin vissi að var ekki hægt að bjarga?

Eða eru það Icesave samningarnir sem við Íslendingar höfnuðum og neituðum þar með að ríkistryggja skuldir einkabanka landsins?

Eða eru það báðar þessar ástæður?

Er ekki löngu orðið tímabært að gefa fjórflokknum og glæpaverkum hans gagnvart þjóðinni í aðdraganda hrunsins og eftir hrun frí frá störfum og kjósa til valda þá nýju flokka sem bjóða munu fram í næstu Alþingiskosningum. Sjá hér Lýðfrelsisflokkurinn.


Pólitísku uppgjöri fjórflokksins á hruninu lokið.

Með sakfellingu fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi í dag fyrir brot á stjórnarskrá þá lýkur formlega hinu pólitíska uppgjöri fjórflokksins á hruninu.

Þetta ferli hófst með skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, nefndar sem umræddur forsætisráðherra átti stærstan heiðurinn af að setja á laggirnar. Í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar er lagt til að þáverandi forsætisráðherra, utanríkisráðherra, fjármálaráðherra ásamt bankamálaráðherra yrðu dregnir fyrir Landsdóm og ákærð fyrir stórfelld afglöp í starfi og brot á stjórnarskrá.

Þingnefnd á vegum Alþingi sem fór yfir skýrsluna komst að sömu niðurstöðu og Rannsóknarnefndin og lagði fyrir Alþingi að samþykkja að þessir fjórir ráðherra yrðu ákærðir og dregnir fyrir Landsdóm.

Lágkúran á Alþingi náði áður óþekktum hæðum þegar þingið ákvað að ákæra forsætisráðherrann fyrrverandi einan en sleppa hinum ráðherrunum þrem við ákæru. Eftir þessa atkvæðagreiðslu þarf án efa að skipta út öllum núverandi þingmönnum Alþingis, eigi að endurreisa traust þjóðarinnar á þinginu.

Þó uppgjöri fjórflokksins á hruninu ljúki með þessum dómi yfir forsætisráðherranum fyrrverandi, dómi sem á sér enga hliðstæðu í íslenskri réttarsögu, þar sem forsætisráðherra er dæmdur af 15 manna Landsdómi fyrir að brjóta 17 gr. stjórnarskrárinnar, þá á dómstóll götunnar eftir að dæma í þessu máli.

Dómstóll götunar mun kveða upp sinn dóm að ári liðnu þegar kosið verður til Alþingis.

Verður það svo að fjórflokkurinn verður kosinn áfram til trúnaðarstarfa fyrir þjóðina eða hefur þjóðin fengið nóg af fjórflokknum í bili og gefur nýjum flokkum og nýju fólki tækifæri?

 

www.lydfrelsisflokkurinn.net

 

 


mbl.is Sakfelldur fyrir eitt ákæruatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundamatur er ekki heldur hættulegur, bara ekki ætlaður til manneldis.

Ótrúlegar eru skýringar Ölgerðarinnar á sölu sinni og dreifingu á iðnaðarsalti til mötuneyta, bakaría og annarra matvælafyrirtækja. 

Að selja og nota vöru í matvæli, vöru sem ekki er ætluð til manneldis er glæpur gegn neytendum.

Það er ljóst að Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa hylmt yfir þessum glæp gegn neytendum árum saman.

Auðvita á að svipta þessi 91 fyrirtæki starfsleyfi sem hafa staðið að sölu, dreifinu og notkun á þessu salti eða beita þau háum fjársektum.

Auðvita á að reka forstjóra Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem hefur veitt Ölgerðinni starfsleyfi síðustu 13 ár og þar með samþykkt sölu og dreifingu á þessu salti.

 

Við vitum hins vegar öll að ekkert verður gert.

Við vitum öll að handhafar framkvæmdavaldsins og það fólk sem nú situr á Alþingi hefur hvorki burði eða getu til að taka á þeim miklu vandamálum sem eru í stjórnsýslunni og stofnunum ríkisins, vandamálum sem blasa við almenningi og kristallast í hverju málinu á eftir öðru svipuðu þessu saltmáli.

Hvað getum við neytendur gert?

Reynt að fækka sem mest gömlu hrunaþingmönnunum sem engu hafa breytt og ekkert gert frá hruni og kallað til nýtt fólk og nýja flokka í þingkosningunum eftir rúmt ár?

 


mbl.is Segir iðnaðarsaltið ekki hættulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg jól

Óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Myndin / jólakortið sem fylgir með þessari jólakveðju var tekin fyrir nokkrum dögum án flass lengst inni í jarðgöngum / veggöngum sem verið er að gera í Alta, Finnmörk, í norður Noregi.

 Ljósið, myrkrið  og úðinn frá steypusprautunni skapa ákveðna töfrastemmingu inni göngunum.

 

Mikil og mörg eru mannanna verk.

 

Jólakort fhg 2011


Stjórnlagaráð á rangri leið.

Það eru vonbrigði að stjórnlagaráðið ætlar ekki að koma til móts við kröfu almennings nr. 1, 2 og 3 sem var og er að koma hér á fullum aðskilnaði löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds. Fullur aðskilnaður þessara þátta næst aldrei nema með forsetaræði eins og tíðkað er í öðrum lýðveldum Evrópu.

Það er mikil breyting að ætla að lögfesta hér þingræði þvert á ákvæði stjórnarskrárinnar frá 1944 sem gerir ráð fyrir að hér sé forsetaræði. Sjá nánar hér. 

Það er mjög sérstætt ef nú á að lögfesta hér þingræði að fyrirmynd konungsríkja Evrópu þegar eðlilegra hefði verið að horfa til lýðvelda eins og þess franska og finnska. Lýðvelda sem öll nýfrjálsu ríki austur Evrópu gerðu að sinni fyrirmynd þegar þau losnuðu undan klafa kommúnismans. Munum það að Ísland er lýðveldi, ekki konungsríki. Þess vegna er það svo órökrétt að horfa til konungsríkjanna sem fyrirmynd þegar við endurnýjum stjórnarskrá okkar.

Mér líst hins vegar vel á hugmyndir stjórnlagaráðs á koma hér á fót Stjórnlagadómstól / Lögréttu sem ætlað er að úrskurða hvort lög, reglugerðir, samningar og stjórnvaldsaðgerðir stangist á við stjórnarskrá.

Ég er hins vegar mjög ósáttur við þær fyrirætlanir að veikja forsetaembættið með því að setja embættinu reglur og takmarka valdsvið forseta. Það líst mér mjög illa á. Munum það að þjóðin á forsetaembættið. Munum það að þjóðin á það það vald sem stjórnarskráin felur forsetaembættinu. Þjóðin úthlutar þessu valdi í beinni kosningu á fjögurra ára fresti. Með því að takmarka valdsvið forseta og setja forseta reglur þá er um leið verið að takmarka vald þjóðarinnar og setja þjóðinni reglur.

Með því að setja forsetaembættinu reglur og takmarka vald forseta þá er verið að taka þetta vald frá þjóðinni og setja þetta vald  í hendur stjórnmálaflokkanna og stjórnsýslunnar.

Var það tilgangurinn með stjórnlagaráðinu og auka vald stjórnmálaflokka og stjórnsýslunnar á kostnað þjóðarinnar?

Það vald sem stjórnarskráin felur þjóðinni og þjóðin felur forseta sínum það vald á ekki að takmarka. Við eigum ekki við endurskoðun stjórnarskrárinnar að takmarka það beina lýðræði sem við þó búum við.

Er það ætlun stjórnlagaráðs að minnka vægi þess beina lýðræðis sem við búum við og minnka þau völd sem þjóðin fer með þegar hún kýs beint til valdamesta embættis landsins? Á endurskoðun stjórnarskrárinnar að ganga út á það að takmarka vald forsetaembættisins og þar með takmarka vald þjóðarinnar? Er þetta stjórnlagaráð þá ekki farið að snúast upp í andhverfu sína?

Þá mun þjóðin líka snúa baki við þessu stjórnlagaráði enda þjóðin þá miklu betur sett með óbreytta stjórnarskrá.

Í dag búum við að tvenns konar lýðræði.

  • Beint lýðræði þar sem þjóðin kýs handhafa framkvæmdavaldsins, forsetann, á fjögurra ára fresti.
  • Óbeint lýðræði eða fulltrúalýðræði þar sem við kjósum stjórnmálaflokka til að fara með fyrir okkar hönd fjárveitingarvaldið og löggjafarvaldið með forseta.

Breytingar á stjórnarskránni sem ætlað er að minnka vægi þess beina lýðræðis sem þjóðin nýtur í daga og auka í staðinn vægi fulltrúalýðræðisins, það eru slæmar breytingar.  

Breytingar á stjórnarskránni sem færa valdið frá þjóðinni í hendur þingmanna og þar með í hendur fjórflokksins, slíkar breytingar mun þjóðin aldrei samþykkja.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband